Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 85
VANDAMÁL HJÓNALÍFS
97
hygli manna að öllu frá krullu-
pinnum upp í lystibáta. Söng-
konur í sjónvarpinu syngja jafn-
vel saklausustu og kynlausustu
lög eins og „Rauðnefja hrein-
dýrið Rúdólf“ með augnakipr-
ingi, fettum og grettum og
skaki.
Árangurinn verður sá, að ungi
brúðguminn heldur, að konan
hans sé áleitin og blóðheit kyn-
maskina — og i þessum þröngu
kjólum og teygjubuxuin, virðist
allt benda til þess, að svo sé. Og
það er jafnvel búið að sannfæra
veslings stúlkuna. Hún býst við
því, að jörðin fari á hreyfingu
(eins og' hún las eitt sinn í
skáldsögu eftir Hemingway) og
rakettur þjóti um loftin (eins og
hún sá í Hitchcock-kvikmynd).
Nú er hún orðin eiginkona og
segir því, að fyrri hlédrægni
verði að fara veg allrar verald-
ar og hún verði eins og hver
önnur kona: Jarðnesk, ástriðu-
full og jafnvel svolítið, dásam-
lega klúr.
Þetta gengur bara ekki. Hún
er einfaldlega ekki þannig gerð.
Það eru sárafáar konur. Kinsey-
skýrslurnar sýna, að ekki einu
sinni þriðjungur allra kvenna
geti á nokkurn hátt komizt fylli-
lega i jafnkvisti við karlmann-
inn, hvað kynþorsta og ástriður
snertir. Og þar sem þetta er
bara venjuleg kona, þá verður
hún alls ekki eins tryllingslega
hamingjusöm i rúminu og luin
bjóst við.
Það sem vafalaust gerist, er
það, að aumingja konan þjáist
ein í fávizku sinni, vegna þess
að hin kynferðislega hlið hjóna-
bandsins er ekki eins girnileg
og hún hafði gert sér i hugar-
lund. Hún einblinir á miskunn-
arlausan hókstaf lijónabands-
handbókanna og lítur á sjálfa
sig sem kynkalda undantekn-
ingu frá hinum ástriðufullu
kynsystrum sínum. Hún verður
vonsvikin og buguð, vegna
þess að henni tekst ekki að tjá
þær tilfinningar, sem ætlazt er
til af henni. Oft gerir hún sér
þessar tilfinningar upp, til þess
að sýnast ekki afkáraleg, og
tekur þetta auðvitað á taugar
hennar. En hún getur ekki blekkt
manninn sinn hvað sem hún
reynir. Hún á eftir að banda
honum frá sér ótal sinnum, ein-
ungis vegna þess, að hún skilur
einfaldlega ekki áfján hans.
Og brúðguminn, sem veit ekki,
að hin ástríðufullu draumkona
hans er ekki annað en bjart-
sýnisórar, finnst hann illa
svikinn. Hann fer einnig að
velta því fyrir sér, hvort konan
hans sé ekki kynköld undan-
tekning og hann sá óheppnasti
af öllum óheppnum í hjóna-
bandshappdrættinu.