Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 75
HEILLARÁÐ KAISERS . .
87
Óskir þu eftir aö ná selti\
marki, verður þú að gjöra svo
vel að greiða verðið, sem upp
er sett. Þegar þig langar til þess
að skemmta þér, fara í heimboð,
horfa á sjónvarp, spila á spil,
fara í kvikmyndahús eða leika
golf, verðurðu að vega þetta og
meta með því að spyrja sjálfan
þig: „Mun þessi eyðsla á tíma
mínum og orku hjálpa mér til
þess að ná settu marki, sem ég
hef sett mér hér í lífi?“
Velgengnin er harður og eigin-
gjarn húsbóndi. Lestu ævisögur
frægra manna, Curie-hjónanna,
Einsteins, Edisons, Michelang-
elos eða Paderewskis. Þau unnu
ölt að störfum sínum frá því í
dögun þangað til eftir miðnætti,
og sama gildir um næstum alla,
sem hafa náð langt. Sama gildir
um Kaiser. Þegar hann hefur
nýjar framkvæmdir, likist hann
manni, sem hefur beizlishlífar
hests við gagnaugu sér. Hann
horfir bara fram á við, litur al-
drei til hliðar. Hann hættir
aldrei að knýja á, klóra sig á-
fram, þreifa sig fram á við . . .
honum liættir aldrei að miða
áleiðis að settu marki.
7. Skipaðu málum þínum
þannig, að það sé líkt og þú
búist við þvi, að dagurinn í dag
verði síðasti dagurinn sem þú
lifir.
Það hafa fáir eins þróaða
kennd gagnvart tímanum og
Ivaiser. Jafnvel þær fimm stund-
ir, sem hann leyfir sér að nota
til svefns, fara ekki til ónýtis.
Hann kallar svefntimann „hug-
myndatímabilið", og hann hefur
alltaf skrifblokk og blýant við
rúm sitt.
Fólk, sem þekkir hann ekki, er
oft steinhissa, þegar hann hring-
ir kannske i það um kl. 3 ,að
nóttu. „Heyrðu, Smitty,“ segir
röddin, sem er næstum glæpsam-
lega glaðleg á slíkum tima sól-
arhringsins, „mér var einmitt
að detta svolítið i hug . .
Kaiser álítur, að það sé mögu-
legt að bæta mörgum nytsömum
árum við líf sitt með þvi að
spara sér nokkrar minútur eða
nokkrar klukkustundir, hvenær,
sem tækifæri gefst. Á hverjum
morgni fer hann yfir alií það í
huganum, sem hann vill fram-
kvæma fyrir miðnætti. Síðdegis
fer hann aftur yfir listann. Sér-
hver liður á lionum verður að
framkvæmast, alveg eins og
Ivaiser yrði ekki lengur okltar
á meðal á morgun til þess að
sjá um, að það, sem eftir kynni
að verða, yrði framkvæmt þá.
Þessi venja hans gerir honum
það kleift að eiga hvern nýjan
dag óráðstafaðan að morgni.
Þetta neyðir hann til þess að
taka ákvörðun um vandamálin
jafnóðum og þau koma fram í