Úrval - 01.10.1963, Side 167
FJOLLEIKA HUSLIF
17!)
stjörnurnar, sem flugu til og
frá í glampandi glitperlubúning-
um. Svo fór fólkið. Ég velti
því fyrir mér, hvaða álit það
skyldi nú hafa fengið á þessum
tjaldheimi, sem ég' var farin að
elska.
Fjölleikafólkið skildi vel tauga-
óstyrk minn. „Þetta er þinn
dagur,“ sagði það og bauð mér
alla þá hjálp, sem það gat látið
í tá.
„Langar þig til þess að leika
Snædröttninguna í „Skrautinu"
í minn stað?“ sagði Betty Jean
við mig. Hvort mig langaði til
þess! Búningur snædrottningar-
innar var sá langfegursti.
Lynn farðaði mig, Mary Lou-
ise greiddi hár mitt, og Betty
Jean hjálpaði mér í búning
Snædrottningarinnar. Mér fannst
ég vera alveg stórkostlega glæsi-
leg, og ég bar mig af slíkri reisn,
að Barbette kom varla upp orði
fyrir undrun. „Ég get bara ekki
trúað því!“ stundi hann upp.
„Loksins líturðu út eins og þú
eigir réttilega heima i skemmt-
anaiðnaðinum en ekki á hænsna-
búi.“
Bezta vinkona mín i Menasha,
hún Kata, kom til mín eftir
kvöldsýninguna og kom varla
upp orði fyrir æsingu: „Al-
máttugur, þú ert alveg eins og
kvikmyndastjarna í útliti!“
stundi hún upp.
Meðan ég skipti um búning,
sagði hún mér allar helztu frétt-
irnar. Þess i stað reyndi ég að
segja henni frá Paraito, Pró-
fessornum og stelpunum. Hún
hlustaði áköf, en stundum leit
hún á mig tortryggnisaugnaráði.
Við töluðum saman í marga
tíma, þangað til það varð að
fella búningstjaldið. Loks öskr-
aði Dawson: „Síðasti vagn að
lestunum," og við gengum hægt
að vagninum. Svo þegar ég ætl-
aði að fara að kveðja Kötu,
tók hún utan um mig og fór
að gráta!
„Ég get ekki sleppt þér,“
sagði hún. „Ég get ekki sleppt
þér upp í þennan vagn til allra
þessara .... skrípa!“
Mér brá sem snöggvast. Ég
leit upp í vagninn og bjóst hálft
í hvoru við að sjá tattóveraða
manninn, eða skeggjuðu konuna.
En þar voru þá bara nokkrir
fimleikamenn og konur og smá-
stjörnur. Ég sneri mér að Kötu
og sagði: „Þau eru ekki nein
skripi. . . Þau eru. . .“ En þá
þagnaði ég. Ég gat alls ekki út-
skýrt þetta. Kata . . . min gamla,
góða vinkona, var bara bæjar-
búi.
LOK SÝNINGARTÍMABILSINS.
Stelpurnar í Jómfrúarvagnin-
um sögðu við mig: „Hafi hann
ekki beðið þín, þegar við för-