Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 49
UPPTAKA OG SÖFNUN HLJÓÐA
G1
fjarska. Síðan kveður við hátt,
langdregið blisturshljóð í fjarska
sem boðar komu hraðlestarinn-
ar, sem dregin er af fornfálegri
gufueimreið. Siðan heyrist ys og
þys járnbrautarstöðvarinnar, en
siðan leggur lestin aftur af stað,
og heyra má reglubundið hljóð
hjólanna deyja smám saman út
í fjarska. Einn töfraður hljóða-
safnari sagði svo um þessa upp-
töku: „Þetta er líkt og farmiði
til Paradísar“.
í Evrópu hafa vísindalega
sinnaðir áhugamenn á þessu
sv.iði hafið nýstárlegar upptök-
ur vísindalegs eðlis. Er þar um
litt numið svið að ræða enn-
þá. Kvikmyndasýningamaður
nokkur i Sviss, Bernard Cuénodd
að nafni, eyddi nótt eftir nótt
úti á ísbreiðu Jouxvatns til þess
að ná hinum ógnvænlegu hljóð-
um, sem heyrast, þegar marraði
og brakaði í þykkum ísnum
undir fótum hans. Joseph-Maur-
ice Bourot, fyrirlesari við há-
skólann í Poitiers i Frakklandi,
gróf hljóðnema niðri i hrúgu
að „dauðum“ viðarbútum og
greinum og náði hljóðum þeim,
sem myndast, þegar þornandi
trétrefjar dragast saman. Hljóð-
in, sem mynduðust, voru furðu-
leg. Það heyrðist skrölt, högg-
hljóð og suð, allt í einum hræri-
graut.
Einnig má eigna Bourot eina
furðulegustu upptöku áhuga-
manna, sem nokkurn tíma hefur
náðst. Upptakan lýsti i hljóðum
lífi ungans í egginu, áður en
því er ungað út. Fyrst heyrðist
hjartsláttur ungans, sem varð
stöðugt sterkari og háværari.
Síðan heyrðust fyrstu hikandi
höggin, þegar hann lamdi gogg-
inum í skurnina. Þetta óx og
og varð að háttbundinni bar-
smið, og síðan lieyrðist mikill
liávaði, þegar skurnin sprakk.
Það var sem rúða væri að
brotna. Greina má andardrátt
ungans inni í egginu, barsmíðin
verður háværari og hraðari,
þangað til það kveður við sigri-
hrósandi tíst og skurnin spring-
ur að lokum. Með fullkominni
mögnun er hljóðið líkast þvi, að
sprengja sé að springa.
Sumir hljóðasafnarar safna ó-
venjulegum hljóðum hvaðanæva
að úr heiminum, likt og frí-
merkjasafnarar sjaldgæfum frí-
merkjum. Hljóðasafnarinn þarf
ekki að fara lengra en í næsta
einkapóstkassa til þess að geta
safnað óvenjulegum upptökum
og skipzt á upptökum við aðra
safnara annars staðar. Til er al-
þjóðlegt samband slíkra áhuga-
manna, sem talast við á plast-
böndum, sem þeir senda hver
öðrum ásamt ýmsum hljóðum,
sem þeir hafa náð.
Eitt stærsta hljóðasafnið í