Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 20
Ferðin til Venusar
Þetta er sagan að baki 36 milljún milna förinni,
lengstu og úrangursríkustu sendiför
mannlauss geimfars. Hún lýsir þvi, hverju
geimfar þetta, „Mariner“ II.,
hefur þegar áorkað til þess að ryðja mönnuðum
geimförum braut til annarra hnatta.
inir dauðþreyttu vís-
indamenn höfðu
unnið alla nóttina,
en það var sem þeim
væri það ekkert
kappsmál að hvílast, þegar þeir
stauluðíust út úr rannsóknar-
stofunni. Þeir hinkruðu við fyrir
utan hana í morgunsvalanum
og horfðu á austurhimininn,
þar sem hin föla hirta Venusar
gaf til kynna, að dagur væri í
nánd.
Þessi morgunstjarna hafði al-
veg sérstakt aðdráttarafl fyrir
menn þessa að morgni þess 14.
desember s. 1. Þeir voru starfs-
menn Þrýstiloftsrannsóknarstof-
unnar við Tæknistofnun Kali-
forni (Jet Propulsion Labor-
atory at Cal. Inst. of Tech.).
Fyrsta geimfar þeirra, „Mariner“
II., var að nálgast Venus í 36
milljón mílna fjarlægð. Það var
gyllt, glitrandi far, og hin sí-
virku rafeindaaugu þess áttu að
veita hinum jarðbundnu vísinda-
mönnum fyrstu tækifæirin til
þess að grandskoða hina fjar-
lægu reikistjörnu, sem svo lengi
hafði kynt undir ímyndunar-
afli mannsins. Skyldi reynast
vera iðandi líf á morgunstjörn-
unni? Voru ef til vill skógar
skynsamra trjáa, er gátu hreyfzt
að vild, líkt og hugmyndaríkir
menn bjuggust fastlega við?
Eða myndi „Mariner“ II. sanna
hinar drungalegri kenningar út-
varpsstjörnufræðinnar, að Ven-
us sé ördauð kúla, þakin ryk-
lagi?
Fyrstu svörin, sem bárust,
voru ekki örvandi fyrir vis-
32
Time —