Úrval - 01.10.1963, Síða 52
Sjúkdómarannsóknir eru stöðugt að færast meira i það horf,
að margir sérfræðingar vinna saman að viðfangsefninu,
t. d. læknar, liffræðingar, efnafræðingar, o. s. frv.
Framfarir í hjartaskurðlækningum krefjast t. d. slíkrar samvinnu.
Meðalmannsævin i sumum þróunarlöndunum
er komin upp i 70 ár, en er aftur á móti aðeins 30 ár
í sveitum snmra vanþróunarlandanna. í þróunarlöndunum
er þvi um að ræða sivaxandi rannsóknir hrörnunar-
sjúkdóma og heilsuvernd aldraðs fólks.
Sjúkdómarannsóknir
og heilsuvernd
Bftir Pierre Auger.
Hramfarirnar, sem miklar
uppgötvanir i læknis-
fræði hafa leitt af sér,
svo sem sú uppgötvun, að smit-
næmir sjúkdómar orsökuðust af
gerlum, hafa verið svo stórstíg-
ar, að segja má, að læknisfræð-
in hafi tekið geysilegt stökk aft-
ur úr miðaldarmyrkri fram í
hirtu nútímans á síðustu hálfri
öld einni saman.
Að vísu má enn dást að hæfni
lækna í sjúkdómsgreiningum
fyrir 30—40 árum, en samt er
nú hægt að gera sér grein fyrir
því, að batamöguleikarnir, sem
þeir gátu fært sjúklingum sínum
voru oft og tíðum næstum að
mestu leyti fólgnar i bjartsýnis- j
kenndum vonum. Þeir höfðu j
hvorki yfir að ráða nægilega j
góðum tækjum, lyfjum né lækn-
ingaaðferðum. Þær aðferðir, þau
lyf og tæki, sem bezt áhrif j
höfðu, voru oft ekki notuð á :
réttan hátt, enda ekki nægileg- :
ur skilningur á þeim.
Hnitmiðaðar raUnsóknir veita
staðgóða reynslu og skarp- i
skyggni, sem treysta má. í stað j
margra meðalategunda, sem gefa
átti síðan inn i vatni í mjög ná-
kvæmum skömmtum á undan
eða eftir máltíðum, hefur nú í :
64
— Unesco Courier —