Úrval - 01.10.1963, Síða 115
NÓI NORÐURSLÓÐA
127
skoðun. Hann auglýsti í dag-
blöðunum á þessa leið: „Ef þér
hafið einhverjar ujjplýsingar
fram að færa um þennan sjald-
gæfa fugl, sendið mér þá skeyti
eða símið til min yður að kostn-
aðarlausu.“ Hann þurfti að
greiða 300 dollara símareikning
vegna þess arna, og' hann eyddi
10,000 dollurum i þriggja ára
leit sinni að uglutegund þessari.
Hann ferðaðist samtals 32.000
mílur í þessum tilgangi. Svo
var það snemma árs 1955, að
upplýsingar veiðimanns eins
urðu til þess að koma honum
á slóðina. Og að lokum stóð
hann augliti til auglitis við tvö
gráugluhreiður norður í skógi-
vöxnum óbyggðum Norður-Al-
berþafylkis. í hreiðrinu voru
ug'luungar, aðeins 10 daga gaml-
ir. Síðan hefur A1 fundið önnur
slík hreiður og tekið kvikmynd
af tilhugalífi fuglanna og vinnu
við hreiðurgerð, útunguninni og
umönnun unganna. Hann gerir
ráð fyrir því, að það séu að
minnsta kosti 100 pör enn á lífi
af fuglategund þessari, og rikis-
stjórnin hefur þegar hafið mikla
herferð til þess að vernda uglu-
tegund þessa.
Á meðan A1 var að vinna að
prófritgerð sinni, bárust honum
fréttir um Indiánakonu, slem
átti að hafa drepið risavaxinn
„grizzly“-björn (amerísk teg.)
uppi i hinum afskekktu Svana-
hæðum. Það var söguleg stað-
reynd, að hópar þessara stór-
kostlegu bjarndýra höfðu reik-
að um sléttur vesturhéraðanna
áður fyrr, þegar vísundahjarð-
irnar miklu sáu þeim enn fyrir
nægu æti. En þegar maðurinn
útrýmdi vísundunum, þá hurfu
sléttubirnirnir einnig. „En dá-
lítill hópur vísunda hafði hörf-
að norður á bóginn,“ segir
Oeming þessu til skýringar, „og
því virtist það ekki ólíklegt að
gera ráð fyrir, að sum þessara
stóru bjarndýra lcunni að hafa
fylgt þeim eftir.“
Hann lagði af stað vormorgun
einn árið 1956, ákveðinn i að
sannprófa hugmynd sína með
því að veiða nokkra slíka risa-
birni lifandi (en slikt hafði
enginn gert fyrr), merkja þá og
mæla. Hann útbjó sér gildru.
Það var stálhurð á endanum á
tíu feta löngu ræsisröri, sem
vó hálft tonn. En bjarndýr færi
inn í rör þetta, átti að sprauta
i áttina til þess nægilegum eter
til þess að svæfa það i 15 minút-
ur eða svo, en slíkt myndi nægja
Oeming ti! þess að Ijúka athug-
unum sínum. Oeming og aðstoð-
armenn hans unnu langt fram
á sumar og mældu birni, sem
voru allt að tiu fet á hæð og
vógu 1000 pund. Það gat eng-
inn vafi á því leikið, að þetta