Úrval - 01.10.1963, Side 58
70
U R V A L
lægt bænum Kaliningrad á 19°
38‘ austlægrar lengdar, og aust-
asti hlutinn er Ratmanoveyjan
í Beringssundi á 169° 40‘ vest-
lægrar lengdar.
Landssvæði Sovétríkjanna
teygja sig næstijm 5000 km frá
norðri til suðurs og yfir 10.000
km frá vestri til austurs.
Á svæði þessu ei-u 11 tímabelti,
þ. e. frá 2 til 12. tímabeltis jarð-
ar. í austasta hlutanum rennur
sólin upp 11% tíma fyrr en í
þeim vestasta. Þegar sólin geng-
ur til viðar og kvölda tekur í
austasta hlutanum, roðna klett-
arnir á Tjuhotka af fyrstu geisl-
um morgunsólarinnar. Það er
orðatiltæki i Sovétríkjunum, að
þar gangi sólin aldrei til viðar.
Hægt er .að halda 11 sinnum upp
á komu nýja ársins á einum og
sama sólarhring!
Landamæri Sovétiúkjanna eru
samtals meira en 60.00 km að
lengd, þ.e.a.s. 1% sinni lengd
miðbaugs og þrisvar sinnum
vegalengdin frá Norðurheims-
skauti til Suðurheimsskauts.
í norðri og austri eru það
strendur hafanna, sem mynda
landamærin, en í vestri og suðri
liggja landamærin yfirleitt um
þurrlendi. Hin fyrrnefndu landa-
mæri eru um % hlutar allrar
vegalengdar landamæranna.
Þrjú úthöf liggja að ströndum
Sovétríkjanna, Iíyrrahafið, Norð-
ur-íshafið og Atlantshafið, en
fjórða úthafið, Indlandsliaf,
snertir þær ekki.
Á landi liggja Sovétríkin að
12 öðrum ríþjum, en meirihluti
þeirra eru kommúnisk ríki.
Vesturtakmörk Sovétríkjanna
hefjast við Barentsliaf nokkru
austan við Varangursfjörð í Nor-
egi. Þer eiga Sovétrikin og' Nor-
egur sameiginleg landamæri á
200 km löngu svæði. Síðan taka
við landamæi’i Sovétríkjanna og
Finnlands, sem liggja um skóga
og vötn allt til Finnska Flóa.
Lengra í suðri, eða við Eystra-
salt, hefjast vesturlandaínærin,
sem Sovétríkin og Pólland eiga
sameiginleg. Þar liggja þau um
skóga, mýrar og fen allt til
Karpatafjalla, yfir þau og niður
á sléttur sunnan Transkarpata-
fjalla. Þar eiga Sovétríkin og
Tékkóslóvakía og Ungverjaland
sameiginleg landamæri. Þar
hefjast einnig landamæri Sovét-
rikjanna og Rúmeníu, en árnat'
Pruth og Dóná skilja þar aðal-
lega á milli rikjanna.
Síðan takmarkast Sovétríkin
af ströndum Svartahafs og Káka-
susströndinni og ná allt til stað-
ar nokkurs nokkru fyrir sunnan
bæinn Batumi, én þar hefjast
suðurlandamæri Sovétríkjanna.
Þau fylgja ám og' fjallgörðum
yfir Kákasuseiðið inn i Vestur
Asíu, og' hluti landamæranna