Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 117
Suöurskautslandiö Antarktíka
Antarktíka, eöa Suöurskautslandið, er sjötta álfan á yfirboröi
jaröar, og er hún nær öll pakin þykkum jökli.
Ishellan er tálin vera 90% af öílum jökulís jarðarinnar.
Það var ekki fyrr en 1893, aö menn stigu fyrst
fceti á land þetta, og hefur þaö lengstum veriö mönnum sem
framandi furöuveröld.
Vegna rannsókna landflœmis þessa, er fram fóru á jaröeðlisfrceöi-
árinu, 1957—58, hefur þekking manna á því
nú stóraukizt.
Eftir Sigurð Pétursson.
NTÁRKTÍKA, eða
SuðurskautslandiS,
eins og við nefnum
það venjulega, er
sjötta álfan á yfir-
borði jarSar. Stærð þessarar
heimsálfu er rúmlega 1 %-föld
á við Ástralíu, og þekur hún
meginhluta svæðisins umhverfis
suðurskautið og norður að 70.
breiddarbaugi. Suðurskautsland-
ið er nær allt þakið jökli, svo
þykkum, að þungi hans þrýstir
berggrunninum víða niður fyrir
sjávarmál. Þrátt fyrir það er
þetta hálendasta heimsálfan;
meðalhæð yfir sjávarmál er
meiri en nokkurrar annarar.
Hæsti tindurinn (íslaus) er 5140
m. íshellan sjálf er talin vera 29
milljónir rúmkilómetrar, eða
90% af öllum jökulís jarðarinn-
ar. Að vetrinum leggur höfin
umhverfis meginísinn og tvö-
faldast ísbreiðan við það að
flatarmáli.
Það var árið 1893, að menn
stigu fyrst fæti á Suðurskauts-
landið, en síðan hafa margir
komið þar á land og nokkrir
farið landleið alla leið að suður-
skautinu. Það er þó fyrst nú síð-
ustu 5 árin, að verulegur skrið-
ur hefur komizt á rannsóknir
þessa afskekkta og mjög sér-
kennilega landsvæðis. Hafa á
— Náttúrufræðingurinn —
129