Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 137
FJÖLLEIKAH Ú SLÍF
149
„í tvær vikur, elskan. Þú verð-
ur komin á loft eftir nokkra
daga.“
„Ónei, ekki ég. Ég á bara að
leika Lísu i Undralandi í skraut-
sýningunni.“
„Ó, ert þú bara í „Skrautinu" .
(en svo kallar fjölleikahúsfólk-
ið alls konar skrautsýningarat-
riði). Það eru nú allir hérna.
Það er enginn, sem sýnir bara
í einu atriði i fjölleikahúsunum,
góða. Og Barbette hefur svarið
þess dýran eið, að vera búinn
að koma sérhverri stelpu á loft,
áður en frumsýningin fer fram.“
„Þú mátt ekki gera hana al-
veg dauðhrædda, svona fyrsta
daginn,“ sagði ljóshærð stúlka
við hlið okkar, sem sagði mér,
að lmn liéti Mary Louise. „En
Anne hefur rétt fyrir sér. Þú
þarft að læra fjári margt, ef
þú ætlar þér að starfa hjá flokkn-
um.“
„O, vertu ekki áhyggjufull,"
bætti hún viði. „Við, skulum
liðka þig til. Svona, þú getur
snert tærnar, eða er það ekki?“
Mary Louise þrýsti sterkri hendi
aftan á háls mér og ýtti á. Ég
gat varla teygt fingurnar niður
fyrir hné þrátt fyrir hjálp henn-
ar.
„Hvað hefurðu eiginlega haft
fyrir stafni alla ævina . .. sof-
ið, eða hvað? Jæja, haltu áfram
að reyna. Fimmtíu sinnum!“
sagði hún ákveðnum rómi.
Ég reyndi og það brakaði i
beinunum við hverja beygju,
líkt og skotið væri af skamm-
byssum. Síðan tók Anne við og
kenndi mér kvalafulla ballet-
æfingu til þess að teygja úr fót-
leggsvöðvum minum. Eftir að
hafa liorft á mig um hríð, kom-
ust stúlkurnar á þá skoðun, að
það væri ekki til neinn vöðvi
i minum skrokk, sem ekki þarfn-
aðist þess nauðsynlega, að á
honum yrði teygt. Brátt hafði ég
dregið að mér marga áhorf-
endur, sem létu rigna yfir mig
ráðleggingum um æfingar, sem
myndu koma mér i sæmilegt lag.
Hefði ekki verið hringt til há-
degisverðar, hefði ég kannske
aldrei getað stigið í fæturna
framar.
Ég haltraði yfir til foreldra
minna. „Nú getið þið farið,“
sagði ég. „Sendið bara sjúkra-
börur til min um fimmleytið.“
Stúlkurnar sögðu mér hitt og
þetta um hagi sina á leiðinni
í matinn. Mary Louise vonaði,
að liún gæti orðið „svifrárflug-
kona“. Það yar aðeins vegna
tilviljunar, að Anne hafði geng-
ið í flokkinn. Hún var atvinnu-
sundkona, og hún hafði verið
ráðin til þess að taka þátt í
sundsýningum. Af misgáningi
hafði hún komið til sýningar-
hallarinnar Madison Square