Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 139
FJÖLLEIKAHÚSLÍF
151
horfið niður i sagið. Það hefði
ekkert þýtt að minna forstjórann
á, að ég liti út eins og Lísa.
Hann þurfti ekki lengur neina
Lísu. Hinni fyri^huguðu skraut-
sýningu hafði verið gerbreytt,
og átti hún nú að heita „Sumar-
leyfi“ i stað „Barnaævintýri“.
Skyndilega birti yfir svip
hans. „Heyrðu annars,“ spurði
hann, „þú getur gengið, eða er
ekki svo?“
„Jú, jú,“ sagði ég áköf.
„Ágætt!“ sagði hann og lét
sem honum hefði létt g'eysilega.
„Þú verður trumi)uslagarastelpa
i Þjóðhátiðardagsatriðinu, á
undan lúðrasveitinni og sveiflar
sprota.“ Og ég geklc i hóp þriggja
annarra stúlkna, sem hlotið
höfðu sama ætlunarverk.
Hr. Anderson var snillingur
í að leysa óleysanleg vandamál.
Hann hafði einmitt verið ný-
ráðinn og hafði starfað i leik-
húsum á Broadway. Og öllum
þótti vænt um hann, strax og
hann birtist i stóra tjaldinu.
Hann leit út eins og kankvís
afi, og hann þagnaði aldrei, eft-
ir að hann skipaði okkur að
vera viðbúin. Hann hafði hljóð-
nema hangandi um hálsinn, og
hin hása rödd hans hélt áfram
að gefa skipanir, skamma og'
hvetja og reka upp örvænting-
arhróp. Og einhvern veginn
tókst honum að koma slcipu-
lagi á sýningaratriðin hvert af
öðru.
Starf hans var ekki auðvelt.
Æfa þurfti flesta hinna 1600
starfsmanna, sem i flokknum
unnu, þar á meðal þá, sem
þjálfuðu dýrin og litu eftir þeim,
og þá, sem sáu um allan sviðs-
útbúnað. Og einnig þurfti að
velja og láta sauma búninga
handa öllu þessu fólki. Öllum
varð að kenna að koma inn á
sýningarsvæðið og fara út af
þvi á hinu ré'tta augnabliki.
Einnig þurfti að kenna um 300
dýrum hið sama. Útlendingar-
nir í flokknum skildu oft ekki
ensku, og æfingar töfðust, á
meðan túlkur sagði kínversku
linudöusurunum, hvar þeir ættu
að standa eða bað ungversku
fimleikamennina að koma ekki
alveg svona fljótt fram á sýn-
ingarsvæðið.
Mörgum þeirra fjölskyldna,
sem lengi höfðu unnið i fjöl-
leikahúsflokknum, var illa við
þessi nýju, skrautlegu sýning-
aratriði, þar sem mest áherzla
virtist lögð á íburð. „Johnny
North er að eyðileggja fjölleik-
húsflokkinn,“ sagði fólk þetta.
Hr. North var þess fullviss, að
„Mesta sýning Jarðarinnar“
hefði þörf fyrir betri skipu-
lagningu og hnitmiðaðri stjórn,
þ. e. betri sýningartækni, og því
hafði hann ráðið leikstjóra frá