Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 141
FJÖLLEIKAHÚSLÍF
153
þetta var svo kvalafullt, að ég
gleymdi liræðslu minni og
sleppti takinu með höndunum.
Síðan varð mér á að lita niður,
og þá tók tjaldið að snúast i
ótal hringi fyrir augum mér.
Ég greip um kaðalinn báðum
höndum og fótum og héít mér
dauðahaldi af öllum lifs og sál-
arkröftum. Ég harðneitaði að
hreyfa mig úr stað eða sleppa
takinu, hversu sem Barbette bað
mig. Að lokum öskraði hann:
„Jæja, náið henni þá einhvern
veginn niður aftur!“ Það þurfti
þrjá tækjamenn til þess að ná
mér niður aftur, en þegar ég
hafði aftur fasta jörð undir fót-
um, vissi ég, að ég hafði unnið
orrustuna. Barbette leit kulda-
lega á mig og sagði: „Þér er
ekki viðbjargandi. Héðan i frá
skaltu verða „kaðlahaldari“.
Skilurðu það? Kaðlahaldari!“
Kaðlahaldari hefur eftirlit
með hreyfingum kaðalsins og
heldur honum stöðugum, á með-
an stúlkan sýnir hallet sinn
uppi í loftinu. Kaðlahaldararn-
ir voru allir karlmenn. Ég átti
að verða eina undantekningin.
Anne kom til mín og klapp-
aði mér hughreystandi á öxlina:
,,Æ, láttu þér alveg á sama
standa, elskan. Nú, einhver verð-
ur að gera þetta!“
Vegna auðmýkingar minnar
strengdi ég þess heit í hljóði,
að ég skyldi læra að klifra upp
kaðalinn og sýna listir mínar
i honum (þótt ég vissi, að slíkt
væri alveg útilokað), og ég sá
mig í anda sigri hrósandi, er
ég sýndi Barbette listir mínar.
Það lék enginn vafi á því, að
ég var að smitast af fjölleika-
hússýkinni. Það kann að vera
að ég hafi ekki sótzt eftir að
ganga í flokkinn, en nú var ég
komin langt frá Menasha, og
nú var ég farin að „verða með
á nótunum“, jafnvel þótt hið
eína framlag mitt til skemmt-
anaiðnaðarins væri eingöngu í
því fólgið að labba og sitja.
FÍLAIÍ, SEM ÉG GLEYMI
ALDREI.
Ekki er sú trú algerlega á
rökum reist, að filar gleymi
aldrei neinu. Sumir fílar hafa
furðulegt minni. Aðrir eiga
jafnvel erfitt með að muna, að
þeir séu í'ílar. En eitt er víst:
enginn, sem hefur haft saman
við fila að sælda í starfi sinu,
mun nokkru sinni gleyma þeim.
Þaðan í frá skipa fílar nokkurs
konar öndvegissess i lífi þess
fólks án undantekninga. Fólk
þetta ber hringi úr fílahári,
safnar eftirlíkingum af filum og
segir sömu filasögurnar aftur
og al'tur með dreymandi bliki
í augum.
Ég varð fílastelpa vegna á-