Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 113
NÓI NORÐURSLÓÐA
125
til þeir voru orðnir fullvaxnir,
en þá sendi móðir hans þá til
dýragarðsins í Winnipeg.
Eftir þjónustu sína í flotan-
um í heimsstyrjöldinni síðari
tók Oeming til að gera draum
sinn að veruleika, drauminn
um risastórt, afgirt svæði ó-
snortinnar náttúru, þar sem aiis
konar dýr gætu reikað frjáls um
og gerzt vinir hans. Hann hóf
nám við Albertaháskólann, varð
atvinnuglimukappi til þess að
vinna fyrir námskostnaðinum,
og það ár hefur hann liklega
verið eini nýi háskólastúdent-
inn í Kanada, sem vann sér
inn 12.000 dollara. Fé þetta
lagði hann strax í kostnað við
undirbúning að búrekstrinum.
Hann tók að starfa sem um-
boðsmaður glímukappa og for-
stjóri glímukeppna, svo að
hann hefði meiri tíma til náms
en hann hefði haft, hefði hann
haldið áfram að keppa sjálfur.
Hann eyddi mörgum stundum i
útvarpsstöðinni í Edmonton við
að auglýsa keppnir sínar. Þar
hitti hann bókavörð stöðvar-
innar, ungfrú May Dennistoun.
Hún hafði mikinn áhuga á
framtiðaráætlunum hans um
dýraverndun, og þetta varð til
þess að sannfæra hann um, að
þetta væri rétta stúlkan til þess
að deila draumnum með hon-
um. Strax og þau voru gift, fór
hún líka að hugsa um þau
sundurleitustu húsdýr sem
nokkur eiginmaður hefur
nokkru sinni dregið inn á heim-
ili sitt. Það var nú t. d. Strang-
ler, þefdýrið. Hann var svo af-
brýðisamur gagnvart þeim A1
og May, að hann labbaði fýlu-
lega inn i svefnherbergið og
skellti hurðinni ilskulega á eft-
ir sér, ef einhverjir gestir komu
í heimsókn. Svo var það hann
Davið, ljónsunginn, sem vildi
heldur rjómaís en mjólk. í
hvert skipti og hann heyrði far-
andíssalann hringja bjöllu sinni
úti á götunni, æddi hann eirð-
arlaus fram og aftur um dag-
stofuna, þangað til May keypti
vanilluís handa honum.
Tilraunir Als við meðferð
þessara dýra kenndu honum
gagnlegar aðferðir til þess að
hjálpa þessum börnum hinnar
villt unáttúru að sigrast á ótta
sínum við manninn. „Tamning
dýra er eingöngu fólgin i því,“
segir hann. „Þið skuluð minn-
ast þess, að þið eruð því meiri
ógnun, en það er ykkur. ..“
Hann komst að því, að öll
dýr þarfnast meðvitundarinnar
um frelsi til þess að þrífast.
Hann heldur því fram, að hægt
sé að viðhaida þessari kennd
hjá dýrum í jafnvel hinum
minnsta bakgarði, „ef maður
leyfir dýrinu að vera út af fyr-