Úrval - 01.10.1963, Síða 143
FJÖLLEIKAHÚSLÍF
155
inn, og handleggir minir og
fótleggir voru fjólubláir af mar-
blettum. Enn skil ég það ekki,
hvers vegna Balanchine rak mig
ekki, nema filahirðarnir hafi
borið i bætifláka fyrir mig,
vegna þess að ég hlustaði af
slíkum eldlegum áhuga á fíla-
sögurnar þeirra. Fyrst hlustaði
ég bara, vegna þess að ég hélt,
að það hjálpaði mér til þess
að losna við óttann við fílana.
En seinna hlustaði ég á þá,
vegna þess að ég fékk aldrei
nóg af slíkum sögum.
Hið fyrsta, sem ég lærði um
fílana, var, að allir þessir svo-
kölluðu „fílatuddar" voru i
rauninni kvenkyns. „Það er of
erfitt að hafa stjórn á karldýr-
unum meðan á fengitímanum
stendur,“ sagði einn af fíla-
hirðunum þessu til skýringar.
„Þær leita féíagsskapar hver
annarar, fyrst engir tuddar
fyrirfinnast hérna. Þær vrða
ástfangnar og velja sér félaga,“
sagði liann .„Sumar þeirra ala
með sér slíka ofurást á félag-
anum, að vitað er til, að fíll
hafi dáið úr hjartasorg, ef fé-
laginn drapst.“
Smám saman tókst mér að
þekkja alla fílana ineð nafni,
og ég' kynntist mismunandi
skapgerð hvers og eins. Til eru
vitrir og slungir fílar, en einn-
ig heimskir fílar. Sumir höfðu
mikið dálæti á hirðunum, sem
sáu um þá. Aðrir slepptu engu
tækifæri til þess að slá til fanga-
varða sinna með rönunum. Rut
var leiðtogi fílanna, enda var
hún langsnjallasti fillinn. Engir
af fílunum fóru yfir nokkra
brú á leiðinni frá sýningar-
svæðinu að lestunum, nema Rut
prófaði hana fyrst. Hún var
aðeins í meðallagi stór, en hún
gat alltaf róað órólega fíla eða
stöðvað strokufíl. Það var ekki
óvenjulegt að sjá tvisvar sinnum
stærri fíl taka auðmjúklega hirt-
ingu Rutar, þegar hún flengdi
hann með rananum.
Fílahirðarnir viku aldrei frá
fílunum, og þeim þótti svo vænt
um þá, að það gekk brjálæði
næst. Þeir sváfu i nokkurra feta
fjarlægð frá filunum og gáfu
þeim af mat sínum og hinum
dýrmæta whiskyskammti. Sum-
um fílunum finnst vín jafnvel
enn betra en fílahirðunum. Þeg-
ar fílahirðir hefur tekið ást-
fóstri við fílana, yfirgefur hann
sjaldan þetta starf sitt. Fjöl-
leikaflokkurinn veitti mörgum
þessara manna heimili. Þar
gátu þeir notið félagsskaparins
við fílana, en hann virtist veita
þeim mikla ánægju. Og þar
fundu þeir griðastað gagnvart
því, sem þeir höfðu flúið undan,
betrunarskólum, sakaskrám,
heimilum í upplausn, eiginkon-