Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 165
FJÖLLEIKA HÚSLÍF
177
staðnum. Henderson, dýralæknir
flokksins, kom hlaupandi að, Á
andliti hans var örvæntingar-
svipur.
Þá voru 65 dýr þegar látin
eða svo skaðbrennd, að það
varð að skjóta þau. Flestir af
„stóru köttunum" létu lífið. Búr
þeirra, þakin hálmi, höfðu verið
sem bálkestir. Meira en tvær
tylftir apa og tveir úlfaldar
höfðu einnig dáið. Nokkrum úlf-
öldum tókst að bjarga, og varð-
að teyma þá burt með valdi
og ýta á þá. Zebrahestarnir
höfðu bara ætt um trylltir hring
eftir hring og hafnað allri hjálp.
Þetta fréttum við allt siðar.
En við sáum fílana ganga út af
tjaldstaðnum. Skinnið hékk í
druslum á síðum þeirra og fót-
um. Ranar sumra voru sviðnir
og eyrun næstum brunnin af.
En samt heyrðist enginn þeirra
kvarta. Fílarnir gengu burt, full-
ir trúnaðartrausts sem börn,
þótt fílahirðarnir, sem teymdu
þá, væru næstum hlindaðir af
reyk og tárum.
Einhver sagði: „Það vantar
fjóra fíla,“ og angistarfull horfði
ég á þá ganga fram hjá. Rut
var auðvitað í broddi fylkingar,
og höfðu logarnir ekki náð til
hennar. Svo lcomu Modoc, Gim-
steinn, Trilby og Emma. Mér
varð þungt um hjartaræturnar.
Enn sáust þær Ginny eða Nellie
ekki. Hefði Ginny sloppið lif-
andi, hefði hún nú áreiðanlega
öskrað af öllum lifs og sálar
kröftum.
Svo kom ég auga á þær. Þær
voru siðastar af 50 fílum, sem
gengu fram hjá mér. Nellie
gekk á undan. Hún var með
slæm brunasár á höfði og rana.
Og á eftir henni kom Ginny.
Hún var siðust i röðinni. Hún
hafði vafið rananum um hala
Nellie. Hún hlýtur að liafa liðið
vítiskvalir vegna brunasáranna,
en samt heyrðist þessi nöldurs-
skjóða, sem annars var alltaf
kveinandi og kvartandi, ekki
reka upp minnsta bofs. Hún
steinþagði núna.
„Heldurðu, að henni batni?“
spurði ég Dooley, sem gekk við
hlið hennar.
„Ég held það,“ sagði hann liás.
„En hún hefði samt getað slopp-
ið ósködduð, ef hún hefði kært
sig um.“
Hann sagði mér, að Ginny
hefði kippt upp tjóðurhæl sin-
um, strax og eldurinn brauzt
út, og hún hefði getað hlaupið
út úr tjaldinu þá þegar. En Nellie
gat ekki losað sig, og Ginny
vildi ekki yfirgefa hana. _Hefði
Walter McClain ekki tekizt að
losa um hæl Nellie, hefðu þær
báðar brunnið til bana.
Ákvörðunin um að halda sýn-
ingu þá um kvöldið var tekin