Úrval - 01.10.1963, Blaðsíða 66
78
Ú R VAL
50 fet niður brekkuna, þegar
Cricket datt. Hún var skollin á
bakiÖ, áSur en hún vissi af, og
tekin að renna niður jökulinn.
Hún var þjálfuð i fjallgöngum,
og þvi velti hún sér á magann
og hjó með isexinni i svellbunk-
ann. Þetta dró sem snöggvast
úr ferð hennar. En svo reif óxin
báða vettlingana af máttlitlum
höndum hennar. Um leið losnaði
um úlfnliðslykkjuna, og svo
kastaðist öxin burt frá henni.
„Skyndilega tóku steinar, leir
og leirlitt vatn að hamast allt i
kringum mig,“ sagði hún. „Ég
man, að ég hugsaði þá með
sjálfri mér, líkt og slíkt væri
sjálfsagður hlutur: Jæja þetta
eru endalokin.“ En samt datt
mér elcki toppsprunga jökul-
breiðunnar i hug.“
Ian stóð ennjþá ofar í isbrekk-
unni. Og fyrir honum var
sprunga þessi ægilegur raun-
veruleiki. Hún var djúp, heiðblá,
er neðar dró, og Cricket stefndi
beint á hana. Hún þaut niður
brekkuna með 40 mílna hraða á
klukkustund, að nokkru leyti á
kafi í skriðu steina, leðju og
snævar. Ian leit hjálparvana á
ferð hennar. Hann vissi, að
ekkert gæti stöðvað þessa ferð.
En svo var hún skyndilega
komin yfir sprunguna miklu.
Það var ótrúlegt, en satt! Líkt og
fyrir kraftaverk hafði hún þeytzt
yfir hana á snjóbrú, sem var að
mestu leyti falin sjónum hans
vegna skriðunnar. En hún hélt
áfram að hrapa með eins mikl-
um hraða og áður. Hún veltist
innan um grjót og aur, virtist
vefja að sér steinana og sleppa
þeim aftur fyrirhafnarlaust, og
hún stefndi beint á röð af risa-
vöxnum björgum. En svo stöðv-
aðist ferð hennar rétt fyrir fram-
an björgin um 400 fetum fyrir
neðan hann. Og þar lá hún alveg
hreyfingarlaus. Það rigndi niður
grjóti úr skriðunni allt um-
hverfis hana.
„Flýttu þér í burt þaðan.“
öskraði Ian æðislega.
Cricket heyrði óljóst hróp
lians. Hún barðist af alefi við
næstum yfirþyrmandi örmögn-
un, skreið rétt út fyrir braut
skriðunnar og' komst þannig
undan steinaflóðinu. Þegar Ian
komst til hennar, hafði hún
setzt upp. Hún brosti, líkt og
ekkert hefði í skorizt. Andlit
hennar var alblóðugt. En þegar
liann liafði þvegið það með snjó,
sá hann, að á því voru aðeins
nokkrar hörundsskeinur. Hann
hjálpaði henni að rísa á fætur,
fékk henni ísöxina hennar og
aðra veítlinga. Svo héldu þau
áfram ferð sinni niður jökulinn
og leiddu hvort annað þéttings-
fast undir^hönd.
Þegar birtu tók að bregða,