Úrval - 01.11.1973, Qupperneq 43

Úrval - 01.11.1973, Qupperneq 43
ÓGNARSTUND VIÐ SHOSHONE-ÁNA 41 Hún hafði lent á ísbretti, glerhálli ísingu á veginum sem erfitt var að koma auga á. Hún missti stjórn á bílnum. Ben vaknaði þegar bíllinn rann eins og blaut sápa frá einni akreininni, á tveggja akreina brautinni, til hinnar. Hann greip stýrið. Bíllinn þeyttist í áttina að ánni sem lá nú samsíða veginum. Ben kallaði, „við hendumst ofaní.“ Hann beygði sig til að skýla Sally. Phyllis hugsaði með sér, „hvað er 'ég að gera börnunum?" Bíllinn hentist niður árbakkann, rakst á klett, snerist við í loftinu og kom niður á þakið, í miðri 30 feta breiðri ánni. Phyllis rankaði við sér á höndum og hnjám. Vatnið streymdi inn og var að fylla bílinn, börnin hljóðuðu. Ekkert heyrðist frá Ben. Phyllis hristi örvæntingarfull hurðarhúninn en hurðin hreyfðist ekki. „Ben,“ hrópaði hún, „við verðum að kom- ast út.“ Vatnið hækkaði. Börnin héldu áfram að hljóða. Aftur kippti hún í húninn. „Svona má það ekki enda.“ Hún dró að sér andann og réðst að gluggahúninum. Glugginn opnaðist, að hluta og henni tókst að troða sér í gegnum rifuna. Hún reif sig á fætur í vatninu og tók andköf í köldu loftinu. „HVAR ERU BÖRNIN?" Ben sem hafði misst meðvitund stutta stund, er bíllinn lenti á klett inum, hevrði ógreinilega köll Phyil- isar. Hann gleypti vatn og vissi að hann var að drukkna. “Eg er að deyja. Fjölskylda mín hlýtur að vera að farast. Þessu er lokið. Hvers vegna?“ Hann gafst upp og sætti sig við dauðann. Þá heyrði hann barn hljóða. Börnin hans þörfnuð- ust hjálpar og hann varð að gera eitthvað. Með Sally undir handlegg sér velti hann sér yfir að aftursæt inu. Hann fann fyrir litlum líköm- um. Allt í einu stóð munnur hans upp úr vatninu. Hann hóstaði og sogaði að sér loftið. Hendur gripu um andlit hans og toguðu í hárið. Það var niðamyrkur. Sally hljóðaði við eyra hans. Augnablik komst eng in önnur hugsun að en „ég get and- að. Við erum á lífi“. Einhvern veg- inn hafði vatnið ekki fyllt þetta eina horn. Þá laust hugsun niður, „Phyllis er ekki hérna.“ „Kristin," sagði hann „réttu mér hendurnar þínar. Taktu nú Sally. Haltu höfði hennar fyrir ofan vatnið. Ég ætla okkur út.“ Jack stundi, ,.ég get ekki staðið upp pabbi. Mér er svo kalt. Ég vil setjast niður.“ „Þú mátt ekki setjast, Jack, þú drukknar. Karol, gríptu í Jack. Láttu hann ekki seti- ast.“ Hann lét sig síga niður í vatn- ið og þreifaði fyrir sér í átt að fram hlutanum. Hendur hans fundu fyrir einhverju mjúku og hreyfingar- lausu, milli stýrisins og bremsupet- alans. Hann togaði, en það losnaði ekki. „Þetta er Phyllis. Hún er dá- in.“ Hann fann sting í hjartanu. (Það sem hann hélt að væri líkami Phyllisar var í rauninni stór púði). ..Ég verð að yfirgefa hana, ég verð að bjarga börnunum.“ Hann tók nokkur andköf, stakk sér í vatnið, þreyfaði fyrir sér og losaði læsing- artappann á afturhurðinni. Hann sneri húninum og þrýsti á hurðina með öxlinni. Hún gaf eftir. Hann
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.