Úrval - 01.11.1973, Page 59
57
Vertu vinur sjálfs þíns
READER'S DIGEST
purning: Fólk vill vera
hamingjusamt, það þrá-
*
*
*
*
*
*****
ir hamingjuna og leitar
hennar af ofurkappi. En
mörgum gengur erfið-
lega að höndla hana.
Hvað er að?
Svar: Ástandið er nú ekki svona
slæmt. Fjöldi fólks er hamingju-
samt og fullt, lífsgleði, en það talar
ekki mikið um það, það er önnum
kafið við, að njóta lífsins. Þó er
það rétt að daglegt líf veitir of fá-
um gleði og hamingju-------of fáir
hafa lært þá list að vera hamingju-
samir.
Sp: Þú kallar það list, Er hægt
að læra þessa list eins og t. d. dans
og leirkerasmíð? Mín skoðun er sú,
að fólk sé annað hvort hamingju-
samt eða ekki, ég skil ekki hvernig
hægt sé að skapa hamingju.
Sv: Þetta er að sumu leyti rétt
og að sumu leyti ekki. Fólk ætlast
til að hamingjan komi til þess af
sjálfsdáðum og að það þurfi þess
vegna ekki að aðhafast neitt. Menn
leggja á sig mikla fyrirhöfn til þess
að læra frönsku eða aka bíl, en þeir
hirða ekki um að læra hvernig þeir
eigi að stjórna sjálfum sér.
Sp: Á að skilja þetta svo, að mað-
ur standi við sitt eigið stjórnborð
og ýti á hnappa? Er ekki lífið eðli-
legra en þetta?
Sv: Ef til vill, en hjá flestum er
þetta svona. Leyndardómurinn
mikli, að kunna að lifa lífinu, er
ekki meðfæddur eiginleiki. Sumt
verðum við að læra.