Úrval - 01.11.1973, Page 61
VERTU VINUR SJÁLFS ÞÍN
59
þú spyrja sjálfan þig, hvaða áhrif
trassaskapurinn hafi á þig, eykur
hann vellíðan bína eða ekki? Ef
svarið er neikvætt, skaltu hefja verk
ið umsvifalaust og ljúka því. Þú
munt finna til vellíðunar.
Sp: Maðurinn er þræll vanans —
er ekki erfitt að breyta gömlum
vana?
Sv: Að sjálfsögðu er bað erfitt
og krefst mikillar þolinmæði og
þrautseigju. Maður verður að fylgj-
ast nákvæmlega með öllu, sem mað-
ur gerir, vera stöðugt á varðbergi.
Þegar vaninn ætlar að yfirbuga þig,
verður þú að bregða við hart og
slíta þig lausan. Maður verður líka
að vera raunsær. Fólk vill oft vera
fullkomið, en verður svo vonsvikið,
þegar það mistekst. Það gefst upp.
En enginn maður getur verið full-
kominn. Maður á ekki að keppa að
slíku, heldur koma til dyranna eins
og maður er klæddur.
Sp: Og hvað get ég gert fleira?
Sv: Þú verður að læra að tala við
sjálfan þig. Þú þarft að útskýra ým-
islegt og skapa með þér bjartsýnis-
viðhorf. Það getur hjálpað þér í
margs konar erfiðleikum. Þetta er
ekki auðvelt í fyrstu, en það verður
smám saman auðveldara. Ef þú ger-
ir glappaskot, skaltu ekki refsa þér
sjálfum, heldur fyrirgefa. Takmark
ið er að þú verðir sáttur við sjálfan
þig, það mun veita þér aukinn styrk
í lífsbaráttunni.
Hæsi hefur einn kost. Fólk trúir flestu því, sem hvíslað er að því.
Þankagangur John F. Kennedys í kosningabaráttu kemur í ljós
í bókinni „Johnny, við þekktum þig varla“, eftir Kenneth P. O'Don-
nell og Daniel F. Powers, með Joe McCarty.
Dag nokkurn, þegar hann var í framboði til öldungadeildar, ókum
við um Suður-Boston. Kennedy kom auga á gamla konu, sem ætlaði
að fara að ganga yfir götu, einsömul. Hann kallaði til bílstjórans
og bað hann nema staðar. Hann fór út, kynnti sig fyrir konunni,
tók í handlegg henni og fylgdi henni vfir götuna. Þegar hann kom
aftur í bílinn, sagði einn okkar: „Þú ætlar víst að krækja í öll at-
kvæðin, eða hvað?“
Hann svaraði: „Hvernig mundi ykkur líða, ef þið töpuðuð Suður-
Boston á einu atkvæði, og mynduð þá eftir því, að þið nenntuð
ekki að hjálpa þessari frú yfir götuna?“
Ef þér líkar ekki við einhver húsgögnin þín, þá getur það hjálpað,
að þú hugsir um þau sem forngripi framtíðarinnar.