Úrval - 01.11.1973, Side 73

Úrval - 01.11.1973, Side 73
RÁÐAST RÚSSAR Á KÍNVERJA? 71 spunnar, heldur væru tengdar þró- un kínversks kjarnorkuvígbúnaðar. Kínverski varautanríkisráðherrann sagði þá, að það gæti vel verið að ég hefði rétt fyrir mér. Þannig lítur þetta mikla vanda- mál út í augum Kínverja. En hver er þá skoðun Sovétmanna? Þeir sovéskir valdamenn, sem aðhyllast árás í varnarskyni, nefna þrjár á- stæður, allar mikilvægar, máli sínu til stuðnings. f fyrsta lagi forustu- hlutverk Sovétríkjanna meðal kommúnistaríkjanna. Það liggur í augum uppi að ekkert eitt ríki get- ur haldið forystunni, ef annað ríki verður öflugt kjamorkuveldi, en það er einmitt það sem Kína er á hraðri leið með að verða. Önnur ástæðan á sér rætur í sögu legri erfð —• ótti Rússa við innrás úr austri, óttinn við Mongólana, gulu hættuna. Næstum allir Rúss- ar, jafnvel sovéskir menntamenn, óttast Kínverja. Chou En-lai spurði mig gremjulega, hvort ég vissi ekki að Khrushcev hefði í viðtali við Ad- enauer kanslara kallað Kína„gulu hættuna." Þriðja ástæðan er sú breyting á valdajafnvæginu í heiminum, sem hlýtur að verða afleiðingin af þró- uninni í Kína, ef svo heldur frgm sem horfir. Á ferðalagi mínu í Kína varð ég undrandi yfir framförun- um á öllum sviðum, ekki síst í land- búnaði —• sem veldur Sovétmönn- um svo miklum erfiðleikum. f fram tíðinni verða Rússar því að eiga að nágrannaþjóð stórveldi með vfir 800 milljónum íbúa, þar sem land- búnaður og iðnaður munu standa miklu framar sömu atvinnugreinum í Sovétríkjunum, og auk þess munu Kínverjar hafa mikinn herafla og fullkominn kjarnorkuvopnabúnað. Slíkt Kínaveldi yrði Sovétríkjun- um vægast sagt óþægilegur ná- granni, en væri hægt að svipta það kjarnorkuvopnunum, létu Sovét- menn aðrar framfarir þar afskipta- lausar. Án kjarnorkuvopna getur ekkert ríki nú á dögum talist til stórvelda. Sovésk árás á Kína, ásamt beit- ingu kjarnorkuvopna, mundi vekja ugg um allan heim og boða ill tíð- indi. Slík árás mundi þýða, að ný Hitlers-öld væri runnin upp, með öllum sínum hörmungum og hrotta skap. Ef árásin heppnaðist, mundi ekki verða staðar numið. Við því mætti búast, að Sovétríkin héldu brátt með her suður til Persaflóa, þar sem þau eru nú að byggja flota stöð í írak. Olían á þessum slóðum er lífsnauðsynleg fyrir V-Evrópu, Japan og að nokkru leyti Bandarík- in, og þar sem olíulindirnar eru al- gerlega óvarðar, eru þær stöðug freisting fyrir Sovétríkin. Með þetta í huga hefur Nixon reynt að fá leiðtogana í Kreml til að taka upp friðsamlegri samskipti. Hann hefur boðið þeim upp á sam- vinnu á efnahagslegu og tæknilegu sviði, sem gæti leitt til bess að lífs- kjörin bötnuðu, og framfarir yrðu í fleiri greinum en vígbúnaði. Forset- inn lætur þó raunsæi ráða gerðum sínum og af þeirri ástæðu hefur verið stofnað til eins konar varnar- bandalags með Kína, þótt það sé enn leynilegt og óstaðfest. Markmið ið er að gera árás á Kína áhættu-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.