Úrval - 01.11.1973, Page 74
72
ÚRVAL
samari, og þar með draga úr lík-
um á því að af henni verði.
Næstu þrjú árin geta orðið mik-
ill hættutími fyrir Bandaríkin, en
ef ekkert alvarlegt gerist, má bú-
ast við nýjum valdahlutföllum í
heiminum. Sovétríkin munu þá
verða að hætta við allar fyrirætl-
anir um skyndiárás á Kína, það
verður of voldugur andstæðingur.
Sú ófriðarhætta, sem nú kann að
vofa yfir, verður þá úr sögunni,
hvað sem við kann að taka.
Tíminn læknar öll sár. Með tilliti til þess, hve lengi þarf stundum
að bíða eftir lækni, þá gæti þetta verið huggun.
í auglýsingu, ætlaðri ferðafólki, er langur listi nafna sögufrægra
ferðamanna, svo sem Jakob, Abraham, Rebekka, Samson og Delilah,
Goliat og Alexander mikli og Arabíu-Lawrence. Þarna er verið að
auglýsa, hve gott ferðamannaland ísrael sé.
Auglýsing í glugga bókabúðar í Glasgow, Skotlandi:
Kaupið jólagjafabækurnar fljótt, svo að þið getið lesið þær, áður
en þið sendið þær.
Þú ert ekki fullþroska, fyrr en þú átt von á því óvænta.
Markmið menntunar er að búa fólk undir að mennta sjálft sig
það, sem eftir er ævi þess.
Fólk, sem býður vandræðum heim, kvartar alltaf, þegar þau
þiggja boðið.