Úrval - 01.11.1973, Side 102
100
ÚRVAL
William Craig hefur meistarapróf í sögu við
Columhia-Háskóla. Hann er höfundur hókarinnar:
„Fall Japans".
Samandregið úr bók eftir WILLIAM CRAIG
að var árið 1942. Frá
Berghof hátt í Bayern-
Ölpunum gat Adolf Hitl
er litið yfir Evrópu þá,
sem nú tilheyrði hon-
um.
Frá Atlantshafi allt að landamær
um Asíu, frá fjörðum Noregs til
sandauðna Libyu, drottnaði her hans
yfir meira en þrem milljónum
manna.
Þetta var stofnun „þúsund ára
ríkis“ og hann var hreykinn af því
í meira lagi.
En í 20. þús. km. fjarlægð, á
rykurgri steppu Rússlands voru að
verða tímamót.
Það var í Stalingrad, leiksviði
hinnar blóðugustu orrustu 2. heims
styrjaldar.
William Craig hefur eytt fimm ár
um til að semja bók um þennan at-
burð handa Reader's Digest —
hann hefur hitt að máli hundruð
manna og kvenna, sem komust iífs
af úr þessum ferlega hildarleik.
Þetta er átakanleg saga um
hreysti og grimmd, og um hámark
brjálæðisins í valdadraumi Hitlers.
Sígild frásögn um hrylling og djöf-
ulæði, hetjuskap og dáðir, sem ein-
kenndu þessi átök og hernaðarum-
sát, sem ægilegust varð á okkar
öld.
Tsaritsa Gorge er óræktuð ó-
snortin lægð, sem sker blátt áfram
sundur borgina Stalingrad. Fyrr-
verandi eða forn árfarvegur allt að
65 metra djúpur, sem liggur niður
að Volgu, en á hlykkjóttum bökkum
hennar er Stalingrad byggð.
Rauða torgið, miðdepill borgar-
innar er stutt frá þessum stað. En
geilin eða lægðin sjálf er hrjóstrug
auðn illgresis og óhrjálegra runna.
Fyrir allmörgum árum, sumir
segja fyrir hraðskipun Jósefs Stal-
ins, hafði herinn byggt sér vígi í
geilinni, varið sprengjudyrum og
þessa forna árfarvegs. Þetta var
líkast stóreflis kolakassa og miðað
við útbúnað rússneska hersins örlát
lega útbúið. Veggirnir voru þiljaðir
eik. Þarna var jafnvel vatnssalerni.