Úrval - 01.11.1973, Blaðsíða 108
106
ÚRVAL
Efst er kort af miðborg Stalingrad. Frá vinstri þar: Rauða torgið, Gorki-
leikhúsið, Sérfræðingahúsið, Univermag-verzlunin, Ríkisbankinn, Brugg-
stöð, Torg hins níunda janúar, fljótið Volga. — Á stærra kortinu sýnir
örin, hvar Þjóðverjar réðust inn í borgina hinn 14. september.
Þessar litlu stormsveitir áttu að
vera og verka líkt og öldur til að
tefja fyrir framsókn nazista er þeir
nálguðust helztu varnarsvæði rúss-
neska stórskotaliðsins.
Þegar nazistar nálguðust með
skriðdreka sína og vopn gátu þeir
búizt við árásum hvaðanæva að,
sem kveiktu í eldfimum efnum og
yrðu þeim býsna skeinuhættir á all
an hátt. Síðan gátu þá aðrar storm
sveitir Rússa ráðizt að þýzkum fót-
gönguliðum, sem fylgdu í kjölfar
bryndrekanna bak við logandi vagn
ana. Ennfremur var slík sókn, vörn
gegn loftárásum, þar eð Þjóðverj-
ar óttuðust að varpa sprengjum á
sínar eigin sveitir í borginni.
Meðan þessu fór fram hálfa mílu
norðaustur af vígi Chuikows varði
hópur hermanna Þjóðverjum að
komast síðasta áfangann að fljót-
inu.
Þessi hópur myndaði eins og boga
um aðalferjuna og biðu þar stjórn-
anda síns Petrokov ofursta, sem
var væntanlegur í njósnarferð. Til
þess að sjá út, hvar óvinirnir mundu
brjótast í gegn, gekk Petrokov og
tveir aðstoðarmenn hans svo langt
sem auðið var út á Níunda janúar
torgið. Þótt vel mætti heyra vél-
byssugelt og hvelli lítilla eld-
sprengja úr fjarska, sáu þeir samt
engan Þjóðverja né urðu nokkurra
annarra hervirkja varir.