Úrval - 01.11.1973, Page 127
ÓVINUR VIÐ HLIÐIN
125
þrotlausri leit að fæðu handa sér.
Grimmar og eirðarlausar leiddu
þær fórnardýr sín á barm algjörs
brjálæðis.
Hermenn úr aðalstöðvum 6. hers
ins voru margir færðir til hins firn-
arstóra vöruhúss Univermag við
Rauða torgið. Húsin við torgið voru
öll tæmd. Paulus fór í þessar rústir
og settist að þar í kjallara. Þegar
þar var sett upp útvarpsherbergi
vék hershöfðinginn um set inn í
byrgi með rimlagluggum og lok-
rekkju og lagðist þar til hvílu. Inn
milli gluggarimlanna gægðist föl
skíma um horað og skeggjað andlit
hans.
Á hernaðarmiðstöðinni, sem nú
var herspítali eina mílu norður af
Univermag, lágu 3000 særðir Þjóð-
verjar hraktir miskunnarlausum
súgi, sem smaug gegnum gisna veggi
þessarar stórbyggingar.
En þar eð læknarnir höfðu ekki
nægileg lyf handa öllum voru veik-
ustu mennirnir látnir vera yzt, svo
að þeir dæju sem fyrst í kuldanum.
Allt í kringum stórbyggingu þessa
á allar fjórar hliðar var staflað lík-
um í sex feta hæð. Þegar hermenn
báðu þarna um mat, gátu þeir unn-
ið fyrir fæði með því að hlaða lík-
unum upp í raðir líkt og steinum í
j árnbrautargöngum.
Nóttina 28. janúar læddust rúss-
neskir hryðjuverkamenn inn á spí-
talann og kveiktu þar í öllu saman.
Sjúkrahúsveggirnir urðu glóð-
rauðir og sprungu. Stór stykki úr
þeim hrundu út á götuna. Gegnum
skörðin sáu óttaslegnir vegfarend-
ur sjúklinga toga í sárabindi sín í
örvita þjáningu.
Friedrich Paulus marskálkur eftir
uppgjöfina. Lengst til hægri er Wil-
helm Adam höfuðsmaður.
Með hinztu stundu í huga, báðu
margir hermannanna um byssur og
skutu sig sjálfir í gagnaugun.
Lýsnar, sem höfðu lifað á þeim
vikum saman, yfirgáfu nú köld lík-
in og skriðu eins og gólfábreiða yfir
í næstu rúm til að finna þar yl og
blóð.
Loks 30. jan. kom fyrirliði 71.
herdeildar til Paulus og sagði:
„Deildin getur ekki lengur veitt
andstöðu né nokkra vörn. Rússnesk
ir skriðdrekar nálgast nú bækistöð
okkar. Endirinn er fyrir dyrum.“