Úrval - 01.02.1975, Qupperneq 142
140
ÚRVAL
brenni í garSinum við húsið, og
kona hans hjálpaði honum. Ellin
hafði beygt hné Michaels. Til þess
að vega upp á móti hoknum hnjá-
liðum var hann mjög beinn í baki
og brjóstið var ekki innfallið, eins
og á svo mörgum gömlum mönn-
um. Yfir augu hans hafði færst
hula áranna, og hvítan var orðin
rauð. Bæði vetur og sumar var
hann klæddur í ullarsamfesting og
bretti rauðar skyrtuermar upp á
samfestingarermarnar. Úlnliðir
hans voru sverir, en hendurnar
voru ekki annað en sinar og bein.
Samfestingurinn og skyrtan voru
opin í hálsmálið, og á beinaberu
brjóstinu voru fáein hringuð, hvít
hár. Hann var rauður í andliti,
hátt og hvasst nefið þó allra rauð-
ast.
Kona hans var klædd í gamlan,
svartan slopp, sem náði næstum
niður á svera ökklana. Það var
ekkert snið á þessum slopp; hann
var aðeins hólkur utan um hana,
og hafði svo oft verið bættur, að
vafasamt var, að nokkuð væri eftir
af upprunalega efninu. Hún var
mjög gild og jafnvel enn ófríðari
en maður hennar. Árin höfðu tálg-
að utan af honum, en hlaðið utan
á hana.
„Guð sé með ykkur,“ sagði
Jackie, um leið og hann kom inn
í garðinn. „Móðir mín sendir ykk-
ur svolítið af mjólk.“
„Guð og María sé með þér,“ sagði
Michael Reece. Hann reis á fætur
og setti hendur á mjaðmir.
„Og ég kom með tvö egg,“ sagði
Eilis.
„Gæfan sé með ykkur,“ sagði frú
Reece og tók við gjöfunum. „Vilj-
ið þið koma inn og fá ykkur sæti
í eldhúsinu og hvíla ykkur stund-
arkorn?“
„Ég vildi heldur, að herra Reece
segði okkur sögu,“ sagði Eilis og
settist niður á brennihlaðann.
„Sögu? Já, sögu skulið þið fá,“
sagði gamli maðurinn. Hann lét
augun hvarfla um garðinn, síðan
um akurblettinn og túnskikann
umhverfis húsið, og loks út á haf-
ið, þangað sem hvítt brimið braut
á Skessunum. Hann horfði svo
lengi á Skessurnar, að Jackie hélt,
að hann hefði gleymt að segja sög-
una. Svo strauk hann sinaberum
höndum um brjóst sér og tók til
máls, með lágri, söngrænni rödd,
líkastri ljúfum sumarþey. „Ungu
trén brotnuðu, og gömlu trén svign-
uðu, tröllin voru komin í landið.“
Það fór hrollur um börnin af
spenningi og tilhlökkun.
„Hávaðinn í tröllunum heyrðist
í þrjá daga, meðan þau voru á leið-
inni frá hinum helmingi hnattar-
ins. Fyrsta daginn var það eins og
tifið í veggjatítlu, næsta dag eins
og gargið í veiðibjöllu, þriðja dag-
inn eins og öskrið í briminu úti
við Skessurnar, reiðilegur og eyð-
andi, svo allir fuglar á eynni dóu,
allur nautpeningur varð óður af
hræðslu, hestarnir skulfu og blóð-
ið rann af þeim eins og svitinn,
allir fiskarnir söfnuðust niður á
hafsbotn af skelfingu, svo enginn
fiskur veiddist við eyjuna í heila
viku.
Fergus, sonur Mananaan, guðs
sjávarins, réði eynni á þessum dög-
um. Hann átti fimmtíu sinnum