Goðasteinn - 01.09.1967, Page 50

Goðasteinn - 01.09.1967, Page 50
stað. Margt höfðu menn að tala saman þetta kvöld, um heyskap og almennar fréttir. Sumir höfðu máske ekki hitzt lengi, og svo voru þá oft einhverjir úr öðrum hreppum, jafnvel langt að, kaupa- menn, sem fóru á fjall fyrir húsbændur sína. Ég man eftir einum Vestmannaeying í þessari ferð, manni, sem Jón hét, kátum og gamansömum. Lenti hann oft á styggum gemlingum, að hann sagði, næstu daga. Með birtu um morguninn var farið að taka sig upp, og keppt- ust ailir við með að verða ekki síðast tilbúnir. Svo var haldið við- stöðulaust inn á Krók, nema þegar laga þurfti á reiðingshestun- um, sem var víst nokkuð oft, þar sem leiðin er víða brött, ýmist farið upp eða niður. Nálægt hádegi var komið á Krókinn. Þá var tekið ofan af hestunum og þeir látnir bíta, meðan menn fengu sér bita og hituðu kaffi, en líka var skilið hér eftir eitthvað af heyi, er nota skyldi á heimleið. Þegar búið var að hressa sig og binda aftur trússin, var lagt af stað í björtu og góðu veðri. Nú var næsti áfangi í Hvanngili. Þar var venjulega legið næstu nótt, en í þetta sinn átti að fara alla leið austur í Strút, því þar átti að byggja fjárrétt, er nota skyldi við sundurdrátt á okkar fé og Skaftártungumanna, sem alltaf áttu nokkuð margt fé á afrétti okkar. Það var því lítið stoppað í Hvann- gili í þetta sinn. Þó varð að leysa öll trúss, því ekki var farið með allar skrínurnar austur í Strút og ekki nema nokkuð af heyinu. Kom síðar á daginn, að þar var naumast nægileg forsjálni viðhöfð. Nú var lagt upp úr Hvanngili og farið það greitt sem hægt var, þar eð trússin voru nú létt. Gekk allt vel í góða veðrinu austur í Strútsver, sem er dalkvos milli Svartafells og Strúts. Gengur verið inn í Strútinn á móti háum hamravegg. Strúturinn er þarna 968 in hár. Verið var þá grösugt, bæði mýri og valllendi. Innst í verinu er nokkuð stór klettaþúst, sem sennilega hefur einhvern tíma fallið úr hömrunum í Strútnum en nú gróin upp sunnan og austan. Við þennan klett átti að byggja réttina. Var byrjað að byggja, þegar búið var að koma hestunum í haga, tjalda og fá sér einhverja hressingu, en nú var stutt eftir af birtu, svo réttin var ekki nema almennilega formuð. Hún átti að taka fast að hundrað fjár. Fjallmenn fóru nú að hvíla sig eftir langa ferð, því ákveðið var 48 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.