Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 4
Í Vísinda- og tæknistefnu 2020–2022 sem forsætisráðuneytið gefur út er klausa sem á vel við í þessu samhengi: Þegar um er að ræða flóknar sam- félagslegar áskoranir getur verið krefjandi verkefni fyrir sérfræðinga að miðla niðurstöðum rannsókna til almennings og stjórnvalda á sama tíma og það er viðurkennt að þekk- ingin verður aldrei fullkomin eða óyggjandi. Það skiptir miklu að vís- indamenn geti og vilji miðla af þekk- ingu sinni og eiga um hana samtal út fyrir raðir lokaðra hópa sérfræðinga. Aukin þátttaka almennings í slíku samtali getur orðið grundvöllur þess að efla lýðræðislega umræðu um ýmis álitaefni og hvernig móta skuli stefnu sem byggist á bestu fyrir- liggjandi þekkingu en tekur óviss- una jafnframt inn í myndina. Það er full ástæða til að hvetja íslenska náttúrufræðinga að birta reglulega greinar í Náttúrufræðingnum og taka þannig virkan þátt í að efla vísinda- læsi samfélagsins, sem og að upp- lýsa fróðleiksþyrsta náttúrufræðinga framtíðarinnar. Jafnframt eru kennarar, leiðbein- endur og foreldrar hvattir til nýta sér efni Náttúrufræðingsins, sem nú er aðgengilegt öllum sem áhuga hafa, á prenti og á neti. Sveinn Kári Valdimarsson Mynd fyrir ofan: Héraðsvötn. Mynd til hægri: Lón við Virkisjökul og Fjallsjökul. Ljósm./Photos: Gyða Henningsdóttir Náttúrufræðingurinn 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.