Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 14

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 14
tegunda. Óvenjugott tækifæri gefst þess vegna við Mývatn til að prófa almennar tilgátur um takmörk stofna. Til þess að gera langa sögu stutta má taka þetta efni saman sem svör við þremur spurningum sem hér verða ræddar í röð, og byrjað á hinni einföldustu. 1. Hvernig stjórnast viðkoman? Endur verpa tiltölulega mörgum eggjum, nokkuð misjafnlega eftir teg- undum, en oft eru 6–14 egg í urpt. Afföll andarunga virðast vera mest á fyrstu eða annarri viku ævinnar.33 Yfirleitt er fram- boð af næringarríkri fæðu, oftast vatna- liðdýrum, talið mjög mikilvægt,34 enda þótt sýnileg og nærtæk orsök dauðs- falls sé oftast afrán eða veður.35 Í rann- sóknunum við Mývatn var ekki reynt að fylgja æxlunarárangri eftir stig af stigi, svo sem með því að fylgja eftir hreiðrum og ungahópum. Þess í stað var notast við eina könnun þegar ungarnir voru 2–4 vikna gamlir (sjá ýtarlegar aðferðalýs- ingar í greinum frá 1979 og 19944, 18). Ungaframleiðsla allra andartegunda á Mývatni reyndist vera í nánu sambandi við stofna vatnaskordýra.18,25, 36 Best var samsvörunin við rykmý hjá rauðhöfða og skúfönd. Fylgni var heldur minni hjá duggönd og hrafnsönd, hugsanlega vegna þess að þessar tegundir éta meira af kornátu. Húsandarungar fylgdu ryk- mýinu á Mývatni, en á Laxá sýndu þeir fylgni, veika en marktæka við bitmýið. Fjöldi straumandarunga sem upp komst á Laxá fylgdi magni bitmýs.25 Veðurfar virðist ekki hafa haft veru- leg bein áhrif á ungaframleiðslu nema eitt ár, 1992. Áhrif fæðu fremur en veð- urs voru yfirgnæfandi og sáust best á því að árleg ungaframleiðsla á Mývatni og Laxá var ekki í takt.25, 39 2. Hvað stjórnar dreifingu verpandi anda? Staðbundinn þéttleiki fugla er fall af þeim heildarfjölda sem er til reiðu til að dreifa sér í landinu. Það einkenni bú- svæðabletta sem mestu skiptir er fram- boð gæða (venjulega fæðu, skjóls eða hreiðurstæða) og að þar séu ekki rán- dýr eða annars konar truflun. Flestar andartegundir verpa við fersk vötn eða votlendi sem mynda búsvæðabletti í samfellu svæðis sem ekki hentar til bú- setu. Flestar eru þær farfuglar að nokkru eða öllu leyti. Varpstofnar þeirra mætast oft utan varptíma og mynda farleiðar- stofna eða heildarstofna. Endurnar parast á vetrarstöðvunum þar sem fuglar frá fjarlægum varpstöðvum geta hist. Gagnstætt flestum öðrum fugla- tegundum er það yfirleitt kvenfuglinn sem er átthagatryggur (sem þýðir að kvenfuglinn ræður för parsins til varp- stöðvanna og steggurinn fylgir).37, 38 Varpstofnar anda eru ekki sjálfstæðir og óháðir hver öðrum og má því búast við að hefð (einkum átthagatryggð), minn- ingar og atferlisleg tjáskipti hafi mikil áhrif þegar haldið skal heim af vetrar- stöðvunum. Þéttleiki anda á varpstað og breytingar á honum ákvarðast ef til vill meira af aðflutningi og brottflutningi en af fæðingar- og dánartíðni. Niðurstöður úr vöktun andarstofna við Mývatn gefa til kynna að breytingar á varpþéttleika flestra andartegunda sem eru farfuglar ákvarðist af framboði fæðu á varpstöðvum árið sem endurnar hverfa þaðan. Einfaldast er að hugsa sér að fæðuframboðið hafi bein áhrif á lík- amshreysti (fremur en varpafkomu) en einnig kann þetta að gerast með atferl- isbreytingu. Fullorðnar kafendur sýna jákvæða svörun árið eftir góðæri en ungfuglarnir skila sér ekki aftur fyrr en eftir tvö til þrjú ár, þegar þeir hafa náð kynþroska.18, 25 Skemmtilegasta dæmið er þó rauðhöfðaöndin. Ársgamla rauð- höfðasteggi má greina frá þeim eldri á vængmynstri. Árið eftir góð ár á Mý- Toppönd – Red-breasted Merganser. Ljósm./Photo: Daníel Bergmann 102

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.