Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 15

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 15
Húsönd – Barrow’s Goldeneye. Ljósm./Photo: Jóhann Óli Hilmarsson vatni er endurkomutíðni fullorðinna fugla hærri en endranær. Þannig fjölgar hraðar í sveitinni í góðum mýárum og endurnar geta nýtt betur breytileg átuskilyrði.36 Húsöndin er amerísk tegund. Tilvist hennar á Íslandi og stöðugleiki íslenska stofnsins skýrist að mestu af hagstæðum lífsskilyrðum á lindarvötnunum á eld- virka beltinu. Þéttleiki staðfuglsins húsandar á Mývatni, og efstu kvíslum Laxár hverju sinni, lagast að framboði rykmýs og bitmýs á hvorum stað fyrir sig.39 Mýframleiðsla vatnsins og ár- innar stendur yfirleitt í öfugu hlutfalli innbyrðis og á því byggist stöðugleiki húsandarstofnsins. Árið 1989 brást mýið á báðum búsvæðunum og fækkaði hús- önd þá mikið. Þegar stærð varpstofns nálgast stærð heildarstofns má búast við meiri áhrifum frá lífsskilyrðum utan varptíma. Önnur vestræn tegund á Íslandi er straumönd. Hún nýtir frjósamar bergvatnsár til varps og uppeldis unga en brimasamar klettóttar sjávarstrendur utan varptíma. Kringum 5% íslenskra straumanda byggja viðkomu sína á Laxá í Þingeyjarsýslu og viðkoman þar sýnir marktæka fylgni við magn bitmýs í ánni. Hins vegar er fjöldi fullorðinna straum- anda á Laxá ekki í augljósu samræmi við bitmýið og er einna líklegast að breyti- leg fæðuframleiðsla í öðrum straum- vatnskerfum eða á vetrarstöðvunum við ströndina valdi því. Menn hafa einnig velt fyrir sér áhrifum minks í þessu sam- bandi, en þau eru líklega ekki mikil.39 Feikilegar sveiflur í mýflugustofnum einkenna Mývatnssveit og ráða viðkomu (ungaframleiðslu) rauðhöfðaandar, skúf- andar og margra annarra tegunda. Í miklum mýárum er Mývatn sennilega uppspretta þessara andarstofna (í merk- ingu Pulliams40) og þeir breiðast þá út til annarra nálægra varpstöðva, allt frá Skagafirði austur í Öxarfjörð. Ekki er þó víst að viðkoman sé eins mikil og við Mývatn, og þegar brottflutnings frá Mý- vatni nýtur ekki við hrakar stofnunum á þessum stöðum. Staðbundnu stofnarnir standa ekki undir nauðsynlegri við- komu til að viðhalda sér. Þéttleiki andavarps við Mývatn byggist sem sagt bæði á fæðumagni fyrra árs og yfir- standandi árs, en einnig á flæði farfugla inn á svæðið að vorinu (sem er svörun við fæðuframboði). Hliðstæðar rann- sóknir á dreifðu og minnkandi varpi rauðhöfðaandar í Finnlandi á árunum 1985–200141 sýndu enga samsvörun í ungaframleiðslu við breytilegan en minnkandi þéttleika, öfugt við niður- stöður frá Mývatni. Virðist einfaldast að túlka þetta þannig að framboð á gæða- fæðu þar um slóðir hafi verið ónógt og endurnar því ekki þess umkomnar að svara breytingunum. 3. Hvernig takmarkast stærð farstofna (heildarstofna) anda? Flestar Mývatnsendur eru farfuglar og dveljast veturlangt á vesturhluta megin- lands Evrópu, fjarri heimaslóð. Þar eru þær innan um endur sem ættaðar eru úr öðrum hlutum Norður-Evrópu og Norð- vestur-Asíu. Á vetrarstöðvunum í Vest- ur-Evrópu eru íslenskar endur yfirleitt í minnihluta. Því er erfitt að greina hvort fjöldabreytingar hér stafa af breytingum á vetrarstöðvunum eða varpstöðvum annarra anda en íslenskra. Nokkrar andartegundir, húsönd, straumönd og stokkönd, eru taldar vera staðfuglar hér á landi og hjá þeim öllum gæti reynst auðveldara að finna grundvöll stofntak- marka en hjá fartegundunum. Einkum virðist húsöndin vera álitleg. Um 90% stofnsins á sér vetrarstöðvar á Mývatni og Laxá42 og flest bendir til að fæðan í vökunum takmarki stærð heildarstofns- ins að vetrinum. 103
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.