Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 32

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 32
—Innskotsgrein B— RANNSÓKNARAÐFERÐIR INNSTEYPING Á SMÁSJÁRGLER Í vinnustofu voru útbúin sýni sem hægt var að skoða nákvæmlega í ljóssmásjá. Myndir frá Dýrafræðisafninu í Kaupmannahöfn (5. og 7. mynd) tala sínu máli um fjölbreytileika sýnanna sem þar voru útbúin. Á meðfylgjandi mynd sjást 20 smá- sjárgler. Þar hafa hausar, einstakir liðir eða margir liðir saman, stundum hlið við hlið, verið litaðir með sérstökum lit (til dæmis karmíni) sem sest í ákveðin líffæri, til dæmis æxlunarfærin. Eftir að hafa komið ormunum fyrir á smásjárgleri er sýnið þakið gulu gagnsæju innsteypingarefni og þunnt þekjugler lagt yfir. Þegar þornað hefur í kringum þekjuglerið er hægt skoða einstaka líkamsparta ormsins í ljóssmá- sjá við mikla stækkun. TEIKNITÚPA Teikningar voru gerðar með hjálp teiknitúpu. Henni var komið fyrir á ljós- smásjá sem stækkaði allt að 245-falt, og gerir sérstök speglunartækni athug- andanum kleift að sjá odd skriffæris í sjónsviði smásjárinnar. Þannig er hægt að rissa útlínur þess sem teikna skal á teikniblað sem komið hefur verið fyrir við hlið smásjárinnar. Þessari tækni beitti Krabbe óspart þegar hann dró upp útlit greiningareinkennanna sem verið var að lýsa hverju sinni. Krabbe var greinilega með ágætar græjur og drátthagur í betra lagi; nákvæmnin skín út úr teikningum hans. KRÓKAR Á BANDORMSHAUSUM Lýsingar bandorma á 19. öld byggðust ekki hvað síst á nákvæmum rannsóknum á útliti króka á hausnum, og þurftu mælingar helst að vera með 1 µm nákvæmni. Myndin hér til hliðar sýnir mismunandi lögun króka á fimm aðskildum tegundum fuglabandorma. Sex krókar sjást einnig inni í lirfu sem enn er lokuð inni í eggi band- orms (Krabbe 1869). Harald Krabbe er heldur spar á aðferðalýsingar í ritgerðum sínum. Til dæmis er óljóst hvernig hann leitaði að ígulbandorminum (Echinococcus granulosus) í hundunum sem hann krufði á Íslandi 1863. Ormurinn verður aðeins nokkurra millimetra langur. Líklega sést hann best þegar búið er að rista görnina upp og skola fæðuleifar burt. Þá ættu ígulbandormarnir að sjást skaga inn í þarmaholið, sérstak- lega þegar smit er mikið. Aðrar bandormategundir hundsins eru miklu stærri og sjást auðveldlega með berum augum. Sníkjudýr til að varðveita og skoða síðar í vinnustofu voru sett í 70% vínanda í þétt ílát. Í þeim styrkleika vínandans halda ormar upprunalegri lögun. Náttúrufræðingurinn 120
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.