Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 37

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 37
Ánastaðahvalirnir 1882 og aðrar steypireyðar fundnar við Ísland Ævar Petersen og Snæbjörn Pálsson Í ÞESSARI GREIN er fjallað um þrjá efnisþætti sem tengj- ast steypireyðum (Balaenoptera musculus) (1. mynd) auk aðferða til að tegundagreina sjávarspendýr. Gögn um steypireyðar til umfjöllunar eru: (1) Greining á beinasýnum úr hvölum sem lokuðust í ís við Ánastaði á Vatnsnesi árið 1882. Í ljós kom að öll fimm sýnin sem voru tekin reyndust vera steypireyðar; (2) samantekt á steypireyðum sem rekið hefur á fjöru (svonefndir rekhvalir), hafa fest í ís (íshvalir) eða drepist af öðrum orsökum (nema ekki er fjallað um beinar veiðar). Efni er skipt eftir öldum nema öllum hvölum fyrir 1800 er steypt saman í einn hóp vegna fárra skrán- inga. Skráningar á steypireyðum voru 46 í allt, dregnar úr gagnagrunni sem í hefur verið safnað gögnum úr marg- víslegum heimildum yfir 40 ára skeið; (3) samantekt á Náttúrufræðingurinn 93 (1–2) bls. 125–137, 2023 ritsmíðum fornleifafræðinga um uppgröft í öskuhaugum eða fornum býlum sem nefna hvalbein og hvort þau hafa verið greind til tegundar. Sýni úr Ánastaðahvölunum voru greind með sameindaaðferð sem er frekar ný af nálinni. Þar sem lítið hefur verið ritað um slíkar aðferðir á íslensku er hérna greint frá tveimur helstu aðferðunum. Reiknað er með að þessar aðferðir munu valda straumhvörfum í tegundagreiningum á beinum sjávarspendýra sem finn- ast við fornleifauppgröft á næstu árum. Aðferðir þessar munu einnig nýtast til að greina eldri efnivið sem hingað til hefur legið ógreindur. Efnisþættir um steypireyðar voru skoðaðir eftir því hvernig dauða bar að, m.t.t. fyrrum veiða og breytinga á stofni tegundarinnar við landið. 1. mynd. Steypireyður – Blue Whale. Ljósm./Photo: Richard Carey 125 Ritrýnd grein / Peer reviewed

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.