Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 39

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 39
ɑ2 keðju. Kollagenið COL1 er algeng- ast í beinum og þar finnst um 80% af öllum próteinum. Aðferðin við að greina tegundar- einkenni kollagena byggir á nokkrum skrefum. Fyrst er kollagenið einangrað úr beinasýnunum. Síðan er það klippt niður í einingar með meltingarensími (próteasa), yfirleitt trypsíni sem klýfur C-enda peptíð-tengja hjá tveimur amínósýrum, arginíni (R) og lýsini (K). Þá er vatnssameindum bætt við hvert peptíð. Við þetta verður til safn af kollagen-peptíðum sem eru breyti- leg að lengd og þyngd en samsetning þeirra fer eftir tegundum. Þá er sýru- stig peptíðlausnanna lækkað, peptíðin hreinsuð með síun og dreifð á sér- staka plötu MALDI (e. Matrix-Assi- sted Laser Desorption/Ionization) með neti (e. matrix) sem bindur peptíðin. Platan er síðan geisluð með leysigeisla sem hefur þau áhrif að peptíðin fá +1 hleðslu og verða að jónum. Rafsviði er beitt á jónirnar í sérstöku röri, eða TOF (e. Time-Of-Flight mass spectrometer), og færast jónirnar mishratt eftir þyngd í rörinu. Léttustu peptíðin ná ákveðnum skynjara fyrst en þau þyngstu síðast. Við þetta fæst massaróf (e. mass spectrum) fyrir peptíðin sem er síðan staðlað fyrir hvert sýni í svokallað massahleðsluhlut- fall (m/z). Hver stærðarbútur myndar toppa á rófinu sem síðan má bera saman við massaróf af þekktum tegundum og ákvarða þannig úr hvaða tegund sýnin koma. Nánari lýsingu á kollagengrein- ingaraðferðinni og notkun hennar til tegundagreiningar má finna í yfirlits- grein Richter o.fl.12 Tveir af toppum á massarófi kolla- gena eru ólíkir í steypireyðum og lang- reyðum. Stærðarbútur númer COL1ɑ- 2-502 er 1550,8 m/z hjá steypireyðum en 1566,8 m/z í langreyðum. Bútur númer COL1ɑ2-793 er 2105,1 m/z meðal steypireyða en 2135,1 m/z hjá lang- reyðum. Aðrar tegundir hvala hafa enn ólíkara massaróf. ÁNASTAÐAHVALIRNIR Sýni Í garðinum að Ytri-Ánastöðum á Vatns- nesi er enn að finna bein úr hvölunum sem festust í ís og voru skornir 1882 (2. mynd). Á sínum tíma höfðu beinin verið tekin heim úr hvalfjörunni neðan við bæinn (Guðmundur Jónsson munnl. uppl.). Þann 21. maí 2021 fór annar höfunda (ÆP) og Ragnar Helgi Ólafs- son í fylgd Guðmundar Jónssonar sem er ættaður frá Ytri-Ánastöðum og tóku svarfsýni úr beinunum til greiningar. Alls voru tekin fimm sýni en þau voru úr tveimur hryggjarliðum, einu rifi og einum þvertind hryggjarliðar. Sýni þessi voru send til greiningar hjá BioArCh, efnafræðistofu fornleifafræðideildar Há- skólans í York á Englandi, í október 2022 og bárust niðurstöður um mánuði síðar sem telja má snögga afgreiðslu. Niðurstöður Massagreining á öllum fimm beinasýn- unum frá Ánastöðum leiddi í ljós hlut- fall massahleðslu fyrir 10 prótínbúta úr COL1ɑ1 og COL1ɑ2. Bútarnir sem greina milli steypireyða og langreyða (COL1ɑ2 502 og COL1ɑ2 793) reyndust allir vera með hlutföllin 1550,8 m/z og 2105,1 m/z. Engir bútar greindust með hlutföllin 1566,8 m/z eða 2135,1 m/z sem eru einkennandi fyrir langreyðar. Steypireyðar og langreyðar eru skyldar tegundir og hafa nokkrir kynblendingar milli tegundanna fundist hér við land samkvæmt DNA-greiningu, þar sem hlutar af erfðaefni tegundanna hefur borist á milli þeirra.13,14 2. mynd. Bein úr hvölunum sem lokuðust inni í ís við Ánastaði á Vatnsnesi vorið 1882. Ragnar Helgi Ólafsson (t.h.) og Guðmundur Jónsson (t.v.) standa hjá beinunum í garðinum að Ytri-Ána- stöðum. – Bones of the whales ice-locked at the beach at the farm Ánastaðir (N-Iceland) in spring 1882. Ragnar Helgi Ólafsson and Guðmundur Jónsson assisted with sampling. (Ljósm./ photo. Ævar Petersen, 21.05.2021. 127 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.