Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 46

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 46
með skutul í sér.63 Bar skotmanni skot- mannshlutur ef hvalinn rak á annarra manna land. Ekki er kveðið á um hvala- tegundir en reikna má með að sjaldn- ast hafi verið um steypireyðar að ræða vegna stærðar þeirra, sundsnerpu og fá- tæklegra veiðitækja. Það breyttist eftir að Norðmaðurinn Svend Foyn fann upp sprengiskutulinn 1864 sem gjörbreytti hvalveiðum.64 Í heimildum er getið hvalveiða með skutlum á Vestfjörðum a.m.k. frá 1610 í Skarðsárannál,65 hvaða hvalategundir menn hafi svo sem veitt á þeim tímum. Hvalkýr komu árlega með kálfa sína inná Arnarfjörð allt til um 1900 og litu heimamenn á hvalina sem hvern annan bústofn og veiddu kálfana en létu kýrnar vera. Heimildir geta mismunandi hvala- tegunda, t.a.m. hornfiskreyðar (hnúfu- baks Megaptera novaeangliae), lang- reyðar og hafreyðar, þ.e. steypireyðar, og báru sumar kýrnar sem þekkja mátti á vissum útlitseinkennum jafnvel ákveðin nöfn.16,66 Á Vestfjörðum árið 1667 er getið um 15 rekna stórfiska sem höfðu verið skutlaðir.67 Ekki hafa fundist aðrar heimildir með nákvæmari upplýsingum frá þessu ári t.a.m. um hvaða tegundir var að ræða en ekki er ólíklegt að sum dýrin hafi verið steypireyðar. Norska hvalveiðitímabilið sem svo er nefnt hófst 1883. Þá urðu steypireyðar fljótt helsta veiðitegundin ásamt fleiri reyðarhvölum (langreyðar, sandreyðar o.s.frv.). Samkvæmt skýrslum voru sam- tals veiddar um 6500 steypireyðar á árunum 1883 – 1915,68 eða að meðaltali um 200 dýr á ári. Hins vegar var fjöldi veiddra hvala breytilegur eftir árum og fjölgaði þeim smám saman til 1896 þegar veiddust flestar 327 steypireyðar. Eftir það dró ört úr veiðum og við lok norska tímabilsins árið 1915 veiddust aðeins níu.69 Frá og með árinu 1916 gekk í gildi bann við veiðum steypireyða. Ástæðan var sögð vera ofveiði enda færðu Norð- menn starfsemi sína frá Vestfjörðum og austur á land vegna slælegra veiða fyrir vestan.21,64 Engar beinar tölur eru til um fjölda steypireyða á Íslandsmiðum frá þessum árum aðrar en veiðitölur en landsmönnum rann mjög til rifja gróði Norðmanna af hvalveiðum.61 Veiðibannið gilti til 1935 þótt Norð- menn hafi engu að síður veitt 243 steypireyðar á árunum 1929 til 1934.70 Nokkrar steypireyðar voru veiddar 1935-1939 og 1948-1960 veiddust 163 dýr. En frá og með árinu 1960 var veiði- banni komið á um allan heim enda hafði steypireyðum alls staðar fækkað veru- lega og hefur það bann gilt síðan.71 Fræðimönnum hefur þótt nokkuð ljóst að steypireyðar voru mun al- gengari áður en hvalveiðar í atvinnu- skyni hófust á seinni hluta 19. aldar en nú.72,73 Beinar talningar á hvalastofnum hófust 1986 hér við land en alls fóru níu talningar fram í Norðaustur-Atlants- hafi til og með 2016. Þær hafa verið í samvinnu við Norðmenn, Færeyinga og Grænlendinga, stundum einnig þjóðir Evrópusambandsins og Bretland, Banda- ríkin og Kanada.74 Talningar þessar hafa sýnt að steypireyðum fjölgaði að meðaltali um 5% á ári á tímabilinu 1970 til 1988 en árið 1987 voru færri en þúsund dýr á hafsvæðinu við landið.75 Taln- ingar á árunum 1987 til 2001 bentu til áframhaldandi fjölgunar og var stofn- inn við Ísland þá kominn í um þúsund dýr,76 en í um 3000 dýr árið 2015.77,78 Steypireyðastofninn hefur sem sagt verið að stækka hægt og rólega en hraðar seinni árin. Nú eru rúmlega 60 ár liðin frá því tegundin var alfriðuð. Samt virðist enn langt í land að sömu stofn- stærð sé náð og áður en veiðar í hagn- aðarskyni hófust fyrir um einni og hálfri öld. Vonandi að stofninn vaxi enn frekar og nái fyrri stærð (6. og 7. mynd). Hvalaströnd og önnur dauðsföll sem skráð eru í gagnagrunninum benda til fækkunar steypireyða frá 19. öld fram á þá 20. Þá bendir fjöldi dauðra hvala á 20. öld og fram á 21. öld til stækk- unar stofnsins eins og beinar talningar gefa einnig til kynna. Fjöldi rekhvala og annarra dauðra hvala getur engu að síður einnig verið háð fjölda tilkynninga um dauða hvali á síðustu áratugum. Á tímabilinu 1981-2019 skráðu starfs- menn Hafrannsóknastofnunarinnar þrjár steypireyðar sem höfðu rekið79 en eftir 7. mynd. Steypireyður – Blue Whale. Ljósm./Photo: Richard Carey 134
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.