Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 50

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 50
Alkóhól í ylli- og reyniberjum á Íslandi – forathugun Magnús Helgi Jóhannsson og Kristín Magnúsdóttir ALMENNT ER TALIÐ HUGSANLEGT að smáfuglar verði ölvaðir af berjaáti á haustin og geti þess vegna farið sér að voða. Til að kanna það fyrrnefnda voru tekin sýni af berjum þriggja reynitegunda og yllis í september og október 2014 og mælt í þeim alkóhól. Trén voru í vesturbæ Reykjavíkur eða í Kópavogi. Berin voru fyrst tínd 18. september og mæld sama dag. Jafnframt voru ber sett í frysti. Hinn 2. október voru frosnu berin mæld og jafnframt tínd ný ber sem voru mæld sama dag. Magn etanóls og metanóls var ákvarðað með gasgreiningu. Í flestum tilvikum voru mæld 6 sýni af hverju tré. Í flestum sýnum mældist bæði etanól og metanól, en í ylliberjum mældist lítið eða ekkert etanól. Etanól mældist í styrk allt að 5,75‰ (g/kg) og metanól allt að 2,03‰ (g/kg) en þetta magn dugir sennilega til að valda ölvunarástandi hjá smáfuglum. INNGANGUR Flest ber og ávextir innihalda talsvert magn af kolvetnum, sem eru mikilvægur þáttur í næringu smáfugla. Í náttúrunni eru margar tegundir sveppa og baktería sem geta breytt kolvetnum í alkóhól.1 Í flestum tilvikum myndast mest af et- anóli en einnig getur myndast metanól (tréspíritus).2 Í líffærum hryggdýra er mismikið af alkóhól-dehýdrógenasa (ADH), sem er það ensím sem umbrýtur bæði etanól og metanól. ADH breytir etanóli í asetaldehýð, sem er mein- laust efni, en þetta sama ensím breytir metanóli í formaldehýð, sem er eitrað. Formaldehýð umbrotnar síðan í maura- sýru, og eitrunareinkenni bæði formal- dehýðs og maurasýru eru meðal annars ölvunarástand, blinda, nýrnabilun og dauði. Formaldehýð er þó eitraðra. Við fundum í gagnasöfnum (PubMed, Web of Science, Google Scholar, Library of Congress) nokkur dæmi um almenna umfjöllun um þetta mál en einungis fá- einar greinar í ritrýndum tímaritum þar sem beitt er vísindalegri aðferðafræði og gerðar mælingar á alkóhóli í berjum eða líffærum fugla. Ekki var gerð ýtar- leg heimildaleit enda ekki ætlunin að gefa tæmandi yfirlit yfir efnið. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort et- anól og metanól væri að finna í berjum algengra trjátegunda í þéttbýli á Íslandi og hvort magn þessara efna er nægj- anlegt til að valda ölvunarástandi hjá smáfuglum.3, 4 Einnig var kannað hvort frostnætur eru forsenda fyrir myndun umræddra efna. Birtar hafa verið niðurstöður mæl- inga á etanóli í berjum1, 2, 4, 5 og í dauðum fuglum.3 Einnig hefur fundist metanól í ýmsum berjum og ávöxtum.2 Þessar rannsóknir sýna svipaðan styrk etanóls og metanóls og fannst í okkar efniviði. AÐFERÐIR Gasgreining (e. gas chromatography) er algengasta aðferðin til að magnákvarða alkóhól og skyld efni, og er hún bæði nákvæm og sérhæfð. Á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) hefur et- anól í blóði verið ákvarðað með gasgrein- ingu frá árinu 1972. Á þeim tíma hafa orðið talsverðar breytingar á framkvæmd aðferðarinnar til að standast auknar kröfur um sérhæfni og nákvæmni. Við mælingar á alkóhóli í berjum var notaður gasgreinir af gerðinni Clarus 500 frá Perkin-Elmer (HeadSpace) og innspýti- búnaðurinn Turbomax 40. Með þessari samstæðun var notaður hugbúnaður frá Perkin Elmer. Með þessum tækjabún- aði voru notaðar skiljur eða mjósúlur (e. capillary columns), 30 m langar og 0,53 mm að innanmáli, framleiddar hjá Restek Corporation undir nafninu BAC-1 og BAC-2. Stöðufasar þeirra hafa mis- Náttúrufræðingurinn 93 (1–2) bls. 138–141, 2023 Náttúrufræðingurinn 138 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.