Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 56

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 56
niðurbrots við myndum urðarjökla.2 Síðan eru liðnir liðlega fjórir áratugir og hefur höfundi sýnst að sá þáttur jarð- fræðinnar er snýr að sífrerajarðfræði hafi vakið sáralitla athygli hérlendis. Því þykir höfundi ástæða til að draga saman það helsta sem honum er kunnugt um að unnið hafi verið við sífrerajarðfræði á Íslandi síðustu áratugi. Hvað greina- skrif á því sviði varðar, koma erlendir vísindamenn aðallega við sögu (og hafa Norðmenn og síðar Spánverjar og Frakkar verið þar fyrirferðarmestir). SÍFRERI Í FJÖLLUM Nokkuð hefur verið ritað um jökla á meginhluta ísaldarinnar á Íslandi3–7 en þó langtum meira um hörfun jökla í lok síðasta jökulskeiðs.8–11 Rannsóknum á myndun sífrera hefur hins vegar verið fremur lítið sinnt af hérlendum jarð- fræðingum. Ef til vill er skýringin sú að sífrerinn er yfirleitt hátt til fjalla og stundum í bröttum illfærum hlíðum þar sem aðgengi er ógreiðfært og athuganir kosta mikið erfiði. Aðkoma höfundar að athugunum á sífrera ná aftur til áttunda áratugar tuttugustu aldar og er við hæfi að rekja hvernig þær rannsóknir hafa þróast síðan. Fyrst sá höfundur urðarjökla (e. rock glaciers) árin 1975 og 1976 er hann vann við berglagakortlagningu á Mið- Norðurlandi ásamt Jóhanni Helgasyni jarðfræðingi. Eftir að hafa lýst jarðlagas- niðum í bröttum hlíðum upp á fjalls- brúnir, var stundum líkt og að koma í annan heim því þar blöstu víða við úfnar „horngrýtis“ grjótþekjur sem voru gjör- ólíkar urðum og melum sem sjást víða á láglendi (mynd 1). Ekki er höfundi kunn- ugt að miklar athuganir hafi farið fram á þessum háfjalla- þekjuurðum (e. blockfi- elds, þ. Felsenmer) sem etv. er mest viðeig- andi að nefna þelaurðir á íslensku. Þessar „horngrýtis“ urðir eru ólíkar urðum með rúnnaða steina og fínefnaríku gráleitu seti sem sjá má víða á Miðhálendinu, austan Vatnajökuls og á Glámuhálendi Vestfjarða og ætla má að hafi legið undir jöklum síð- asta jökulskeiðs. Í skálum undir bröttum klettaþiljum á Tröllaskaga liggja grófar og ógreiðfærar, oft tungulaga urðir. Urðirnar skríða fram vegna eigin þunga og innri íss og hefur höfundur kosið að nefna þessi fyr- irbæri urðarjökla (en ekki grjótjökla eins og oft hefur sést hérlendis), vegna þess að í efnisgerð þeirra hrærast saman allar kornastærðir. Því sé eðlilegra að tala um urðarset fremur en grjótset. Þar sem jarðmyndanirnar hafa myndunarein- kenni sem vísa til seigfljótandi skriðs og líta út sem urðartungur og urðarbingir, telur höfundur eðlilegra að nota um þær orðið urðarjökull fremur en þelaurð sem vísar fremur til frosins efnis í kyrrstöðu. Í flestum erlendum greinum um urðarjökla12–15, er greint frá „virkni“ (e. activity) urðartungna. Hér er lagt til að nota orðin „virkur, stjarfur og dauður um innra ástand þeirra (e. „active-, inactive- and relict- rockglacier“). Um miðjan áttunda áratuginn (er framan- greind berggrunnskortlagning fór fram á Tröllaskaga), var jafnan mikill snjór í umræddum skálum sem faldi urðar- tungurnar að mestu og sama mátti segja um loftmyndir sem teknar voru á því árabili. Loftmyndir (Landmælinga Ís- lands) frá árinu 1960 sem teknar voru í lok langs hlýindakafla, gefa miklu betri sýn á þessi fyrirbæri, borið saman við loftmyndir frá snjóa- og kuldaárunum 1963-1990. Hins vegar gefa loftmyndir síðustu þriggja áratuga yfirleitt nokkuð skýra mynd af ástandi urðarjökla og annarra sífrerafyrirbæra í háfjöllum hér- lendis (Vefsíða Map.is, Loftmyndir ehf ). Eyles birti í tímaritinu Jökli stutta grein um urðarjökla í Esjufjöllum og taldi að þeir hefðu myndast á síðustu öldum.16 Með samanburði við rann- sóknir síðari ára á þróun urðarjökla í fjöllum Tröllaskaga17, 18 tekur slík myndun nokkur þúsund ár og varla gilda mjög frábrugðin lögmál um hliðstæðar myndanir í Esjufjöllum. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar voru gerðar umtalsverðar athuganir á urðarjökl- inum í Nautaskál í Skjóldal í Eyjafirði. Töldu rannsakendur með greiningum á fléttum og aldri þeirra, að þar hefði fallið berghlaup um 200 árum fyrr og þakið lítinn skálarjökul og að ekki væri því um sífrerafyrirbæri að ræða.19, 20 Um þetta og fleira spruttu ritdeilur er- lendis milli þeirra Whalley í Belfast og Haberli í Zurich og fleiri. Niðurstöður Whalleys hafa síðar verið dregnar mjög í efa og síðari hitamælingar Norðmanna í fjöllum á Tröllaskaga, sýna tryggi- lega tilvist sífrerans í Skjóldal.21–26 Geta má sér þess til, að ungur aldur skófa 2. mynd. Í háfjöllum Tröllaskagans eru að- stæður víða hliðstæðar þessum, frost- sprengdar og frostlyftar urðir uppi á fjalla- brúnum (þelaurðir) en í skálum undir brún- um liggja víða lagskiptar urðartungur urðar- jökla. – Blockfields on the top of the moun- tains of Tröllaskagi and stratified active- and inactive rockglaciers nested in cirques. Ljósm./Photo: Ágúst Guðmundsson 1998. Náttúrufræðingurinn 144 Ritrýnd grein / Peer reviewed

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.