Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 59

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 59
5. mynd. Stefnudreifing og hæðardreifing virkra urðarjökla (bleikur litur) og urðar- tungna (brúnn litur) á Tröllaskaga. (Frera- fjöll26, samsettar myndir 6.4b og 6.2d). – Rose diagram expressing direction of rockglaciers in Tröllaskagi and frequency diagram showing altitude of active and relict rockglaciers and related sedimenta- tions. Ágúst Guðmundsson 2000. 6. mynd. Dreifing urðartunga sem taldar eru vera af sífreratengdum uppruna. – Distri- bution of debris bodies considered as relict rockglaciers and related sediments. Teikn/ Dwg: Ágúst Guðmundsson 2018. SÍFRERI Á HÁLENDINU Ferðir jarðfræðinga um íslenska há- lendið jukust mjög í tengslum við virkja- naundirbúning eftir miðja tuttugustu öld og víða blasti við þeim rústalandslag þar sem sífreri var að hörfa úr mýrum. Má þar nefna hálendið meðfram Efri- Þjórsá (mikið rannsakað um 1970 vegna mögulegrar orkuvinnslu), Orravatns- rústir og aðliggjandi svæði norðan Hofsjökuls og einnig víðáttumikil svæði á Austurhálendinu.42–49 Þegar unnið var að undirbúningi virkjunar Jök- ulsár í Fljótsdal um 1980 voru meðal annars kannaðar aðstæður fyrir mik- inn veituskurð frá Jökulsá á Fljótsdal á Eyjabökkum og norðaustur á miðhluta Fljótsdalsheiðar, þaðan sem virkja skyldi fallið niður í Fljótsdal, kom t.d. í ljós að talsvert var um frost í jörðu árið um kring. Í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar kom fljótlega í ljós að frekari vitneskju var þörf um sífrera því víða fannst sífreri í jörð þar sem reisa skyldi mannvirki og einnig reyndust sumar jarðefnanámur til fyllinga vera frosnar. Í tengslum við þær athuganir var sett út talsvert net af niðurgröfnum síritandi hitanemum og fylgdist Victor Helgason jarðfræðingur hjá Landsvirkjun með framvindu og úr- vinnslu þeirra mælinga. Má segja að það hafi verið fyrsti vísir að beinum hita- mælingum í sífrera á hálendi Íslands (óbirtar rannsóknaskýrslur Lands- virkjunar unnar af höfundi og KEJV (Kárahnjúkar Electric Joint Venture) vegna undirbúnings Kárahnjúkavirkj- unar á árunum 1995-2005). Laust eftir aldamótin 2000 fór greinarhöfundur að leita eftir mögu- legu samstarfi við erlenda aðila til að skoða eitthvað nánar sífrera hérlendis og komst eftir nokkrar þreifingar í sam- band við Bernd Etzelmuller prófessor í Osló í Noregi. Kom Bernd í stutta ferð til landsins í nóvember 2002 og fór ásamt höfundi norður í land til að skoða ýmis ummerki, sem höf. taldi vera eftir fornan sífrera.2, 12–14, 27, 28 Eftir ferðina undirbjó Bernd nokkur sífrera- tengd verkefni á Íslandi ásamt norskum doktorsnemum. Sumarið 2003 kom hópur þeirra til landsins og kom sí- ritandi hitanemum fyrir á allmörgum stöðum á hálendinu, hátt í fjöllum á Tröllaskaga, á Miðhálendinu og á Aust- urlandi. Herman Farbrot vann í sífrer- amælingum og úrvinnslu úr síritandi hitamælum.25 Hreyfingar og skriðhraði var mældur á sífreratengdum jarð- 147 Ritrýnd grein / Peer reviewed

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.