Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 64

Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 64
Aðstæður í Seyðisfirði Í Strandartindi í Bjólfi við Seyðisfjörð eru sambærilegar aðstæður og lýst var að framan í Móafellshyrnu í Fljótum. Eftir mikla úrkomu og skriðuföll á Aust- urlandi haustið 2002 kom greinarhöf- undur að könnun á jarðlögum í Seyðis- firði er tengja mætti ofanflóðahættu.69 Hér á eftir verður nánar fjallað um að- stæður í Strandartindi og einnig minnst á Bjólf. Blágrýtislög efst í Austfjarðafjöllum (efstu 200-300m) hafa verið kort- lögð70–72 og reynast þau að mestu án út- fellinga (holufyllinga). Athuganir höf- undar á berggrunni Austfjarða vegna undirbúnings jarðgangagerðar, sýna ótvírætt að framangreind berglög eru yfirleitt hriplek (óbirt efni og skýrslur til Vegagerðarinnar). Við ákomu regns og bráðnandi snævar hripar vatnið sem næst lóðrétt niður í bergið uns það lendir á „þéttari“ jarðlagaskilum, til dæmis við þétt setbergslög. Við slíka fyrirstöðu leitar vatnið auðveldustu leiðina til hliðar og myndar þá gjarnan smálindir og jarðraka þar sem skilin koma fram í hlíðum. Sama á sér stað þegar hripandi jarðvatn mætir bergi sem þéttst hefur vegna aukinnar ummyndunar og innri útfellinga (holufyllinga). Í hlíðum fjalla má víða sjá hvernig gróður (áberandi er t.d. mosi) teygist niður frá ákveðnum þéttum jarðlögum sem veita grunnvatni fram úr fjallinu til yfirborðs. Stundum veita slík jarðvatnsskil möguleika á að rekja jarðlög um langan veg. Þar sem jarðvatn kemur fram úr einstökum sprungum við jarðvatns- borð í fjallshlíðum, geta með tímanum myndast víkkandi gil og síðan skálar sem urðarjöklar og smájöklar setjast gjarnan í. En ef vatnið kemur fram á löngum láréttum eða hallalitlum fleti í hlíð fer frostið að „naga“ og plokka fram steinefni á þeim fleti. Við það myndast gjarnan hjalli í hlíðina, klæddur sam- frosnum aur og grjóti. Samfrosna laus- veðraða efnið kallast urðarjökull (e. rockglacier). Á mynd 15 er teikning af hugmyndum höfundar um það ferli er myndar urðarjökulinn í Strandartindi og byggja þær hugmyndir á athugunum höfundar á niðurbroti basaltstaflans á Norðurlandi (Tröllaskaga) og Vest- fjörðum, (óbirt gögn). Hérlendis hafa stórar aurskriður fallið öðru hvoru úr frosnum urðum og urðar- tungum í fjallahlíðum. Á undanförnum árum hafa æ fleiri tilgátur verið settar fram í ræðu og riti um að aukin tíðni skriðufalla standi í samhengi við hlýnun loftslags og hörfun sífrera. Allar aðstæður eru til staðar í Strandartindi og Bjólfi fyrir upptök slíkra stórskriða og í Bjólfi eru aðstæður þannig að mjög stórar skriður gætu hlaupið úr fjallinu úr um 600m hæð y.s. Urðin í tungunum á myndum 16 og 17 er á hreyfingu og sama er að segja um urðarhjalla með þynnri og minni urð er liggur frá efri hluta urðarjökulsins í Strandartindi til austurs. Skriðuhlaup í Hítardal Þann 7. júlí 2018 varð mikið skriðuhlaup í Hítardal. Ummerki sýna að efnið sem hljóp fram hafi verið bergmylsna sem áður lá eins og límd utan í hlíð Fagra- skógarfjalls, skammt innan við Grettis- bæli. Vera má að fáeinir rúmmetrar hafi hrunið úr bergi efst í skriðusárinu. Hlaupið varð samfara miklum rign- ingum á svæðinu og var skriðan sem slíkt vatnssósa aurhlaup. Berggrunnur- inn í bakvegg skriðusársins er með stór- gerðar, sérkennilegar skriðrákir (e. slick- ensides) og er skriðuhlaupið allt hið at- hyglisverðasta (myndir 18 og 19). Athyglisvert er að þegar starfsfólk Veð- urstofunnar tók myndir af fjallinu með „hitamyndavél“ skömmu eftir fram- hlaupið, sést ljóslitaðri tunga frá brún- inni niður í skriðusárið og skriðuefnið 13. mynd. Helstu frerabungnasvæði á mið- hálendinu eins og þau verða lesin af loft- myndum á vef Loftmynda ehf. Neðst í hægra horni eru frerakúpur á Vatnsleysu- fjöllum. (Sömu skýringar og við mynd 19. Grænir tíglar sýna rústasvæði og bláir tígl- ar frerakúpur. Tölur sýna hæð yfir sjávar- máli). – Areas where Palsas and Lithalsas are detected on aerial photos in central Iceland. Figures express their altitute in m a.s.l. (Green palsas, blue lithalsas). Teikn- ing/Drawing Ágúst Guðmundsson 2022. Náttúrufræðingurinn 152 Ritrýnd grein / Peer reviewed

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.