Náttúrufræðingurinn - 2023, Page 65
(sjá mynd 20 frá Tómasi Jóhannes-
syni Veðurstofunni). Leiða má líkur að
þarna sé svalari tunga sem hafi verið
frosin eða við frostmark þegar hrunið
varð. Þegar grafið var í sífrerajarðlög
nærri Kárahnjúkum nærri síðustu alda-
mótum, mældi höfundur hitastig þeirra
á yfirborði jafnan + 1-2 °C þrátt fyrir að
jarðlagið væri beingaddað og mælt sam-
hliða skrapi graftólanna. Sé reynslan frá
Kárahnjúkum yfirfærð á skriðusárið í
Hítardal má ætla að á fáeinum mínútum,
hvað þá klukkustundum eftir að skriðan
féll, hafi yfirborðshitinn í skriðusár-
inu og hrunefninu hækkað snöggt um
einhverjar gráður. Varmi sem myndast
við núning innan fallandi skriðuefnis-
ins leiðir til hitamyndunar og getur sá
varmi valdið því að samfrosin berg-
mylsna breytist í blautan aur.
Þau frerafyrirbæri sem að framan
hefur verið lýst, finnast í fjalllendi á all-
mörgum stöðum ofan við þéttbýlisstaði á
Íslandi. Samhliða innri bráðnun eða mik-
illi úrkomutíð geta urðartungurnar orðið
óstöðugar og sent niður skriður með
litlum fyrirvara. Má þar t.d. nefna Seyðis-
fjörð, Ísafjörð, Bolungavík og Siglufjörð.
14. mynd. Móafellshyrna í Fljótum sumarið 2014. „Staparnir“ á brún hjallans hafa bráðnað. – Móafellshyrna in Fljót in the summer 2014
when all frozen debris had melted. Ljósm./Photo: Ágúst Guðmundsson 2014.
15. mynd. Jarðlagasnið Strandartindar í Seyðisfirði þar sem dregin eru fram einkenni
urðarjökulsins á mynd 16. Jarðlagasniðið (súlan) til vinstri er samkvæmt kortlagningu
höfundar á berggrunninum70 en langsniðið til hægri er stílfært. - Schematic section and
geological profile at Strandartindur in Seyðisfjörður. Groundwater percolating through
the highly permeable topmost part of the mountain enter the surface at some 700m
a.s.l., probably a driving force for the formation of rockglacier. Teikning/drawing: Ágúst
Guðmundsson 2021.
153
Ritrýnd grein / Peer reviewed