Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 71

Náttúrufræðingurinn - 2023, Síða 71
Hettumáfar í Eyjafirði 2020 Sverrir Thorstensen, Ævar Petersen og Eyþór Ingi Jónsson VARP HETTUMÁFA hefur verið vaktað í Eyjafirði á fimm ára fresti síðan 1990. Tilgangurinn er að fylgjast með fjölda varppara og fá þannig vísbendingar um breytingar á stofni hettumáfa á Íslandi. Niðurstöður talningar 1990 voru birtar í Blika árið 1993, í Náttúrufræðingnum árið 2005 fyrir árin 1995 og 2000 en talningar 2005, 2010 og 2015 eru í sama riti árið 2017. Hér er gerð grein fyrir talningu árið 2020. Hettumáfum fækkaði stöðugt frá 1990 til 2005, úr 1709 pörum í 1085. Frá og með talningunni árið 2010 hefur hettumáfum í Eyjafirði fjölgað nokkuð samfellt, úr 1085 pörum árið 2005 í 1922 pör árið 2020. 1. mynd. Hettumáfar rífast um loðnu á Pollinum við Akureyri. – Black-headed Gulls wrestle for Capelin Mallotus villosus. Akureyri (N-Iceland). Ljósm./Photo: Eyþór Ingi Jónsson, 29.04.2012. Náttúrufræðingurinn 93 (3–4) bls. 159–166, 2023 159 Ritrýnd grein / Peer reviewed

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.