Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 73

Náttúrufræðingurinn - 2023, Qupperneq 73
Oftast var unnt að telja hettumáfa á hreiðri úr fjarlægð frá hentugum útsýn- isstöðum. Á talningarsvæðinu í Eyjafirði voru þrír staðir einkar erfiðir því sef var orðið svo hávaxið að margir fuglanna hurfu í gróðurinn. Svo var við Djákna- tjörn og Hundatjörn í Krossanesborgum og í kílunum neðan við Brúnalaug í Eyjafjarðarsveit (Bakkakílum). Við Djáknatjörn og Hundatjörn var talið þannig að talningarmenn gengu sam- hliða eftir sefbeltunum umhverfis tjarn- irnar. Þau eru ekki breið og mjög greinileg skil milli sefbreiðu og tjarnar. Við Brúna- laug gegndi öðru máli því svæðið var mjög blautt og víða illmögulegt yfirferðar. Þar voru hreiðrin falin í háum gróðri og sáust ekki þó svæðið væri skoðað úr hallanum austan mýra. Því var brugðið á það ráð að nota dróna og myndir teknar beint yfir varpinu (4. mynd). Ekki var unnt að greina með vissu á milli fugla liggjandi á hreiðri eða við hreiður. Því var heildarfjöldi fugla talinn af myndunum. Fjöldi varppara var fundinn með því að margfalda fjölda fugla með svokölluðum viðvistarstuðli sem er 0,61 hjá hettumáfum.2 Sömu reglu var beitt annars staðar í Eyjafirði þar sem aðeins var unnt að telja fugla á varpstað. NIÐURSTÖÐUR Vorið 2020 fundust alls 1922 varppör hettumáfa í Eyjafirði og er það mesti fjöldi frá því talningar hófust árið 1990 (5. mynd). Varppörum fjölgaði um 399 (26%) frá síðustu talningu vorið 2015. Aukningin var að meðaltali 4,8% á ári þó ekki sé víst að hún hafi verið jöfn allt tímabilið frá 2015 til 2020. Á sama tíma fækkaði varpstöðum um einn, úr 24 í 23. Á árunum 1990 til 2020 hefur fjöldi varpstaða verið á bilinu 23 til 48, með- altal 32 (sjá viðauka í rafrænni útgáfu á vef Náttúrufræðingsins). VARPSTAÐIR Eftir talninguna 2020 eru þekktir alls 89 staðir í Eyjafirði þar sem hettumáfar hafa orpið á árunum 1990-2020 (sjá við- auka í rafrænni útgáfu). Einn varpstað- anna (Kálfsá í Ólafsfirði) sker sig úr að því leyti að þar hefur ekki verið hettu- máfsvarp í talningarárunum en vitað um varp í öðrum árum. Núna bættust við fimm nýir varp- staðir. Á sex stöðum þar sem hettumáfar urpu 2015 voru engir fuglar núna. Eft- irtaldir fimm varpstaðir hafa verið not- aðir öll talningarárin: Glæsibær í Hörg- ársveit, Krossanesborgir, Hundatjörn í Naustaflóa, óshólmar Eyjafjarðarár norðan gamla þjóðvegar og óshólmar Fnjóskár. Á fimm fjölsetnustu stöðunum vorið 2020 voru varppörin samtals 1371 eða 71% allra varppara í Eyjafirði. Þessir fimm staðir voru: Krossanesborgir á Akureyri (374 pör), beggja vegna Svarf- aðardalsár milli Hrísa og Dalvíkur (274), óshólmar Eyjafjarðarár norðan gamla þjóðvegar (259)6, neðan við Brúna- laug í Eyjafjarðarsveit (259) og neðan bæjanna Holts og Hrafnsstaða í Svarf- 3. mynd. Vatnsendamýrar innan við Ólafsfjarðarvatn. Húsin handan vatns eru Bjarg og Auðnir (fjær). Tangahólmi fyrir miðri mynd er innst í Ólafsfjarðarvatni. Hæstu hryggir yst á Vatnsendanesi til hægri. Lengst til vinstri er Áahólmi sem er neðsti hólminn í Fjarðará þar sem hún fellur í vatnið. – Water covered the marshes at the south side of lake Ólafsfjarðarvatn when the Black-headed Gull census took place in 2020. Ljósm./Photo: Gísli Kristinsson, 29.05.2020. 161 Ritrýnd grein / Peer reviewed
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.