Mímir - 01.07.1987, Page 4
„Það sem vantar helst hjá
okkur er. . . akademískt
andrúmsloft“.
— Hringborðsumræður um nám og kennslu í íslenskum
fræðum við Háskóla íslands.
Ritnefnd Mímis fékk í vor bá huemvnd að
efna til hringborðsumræðna um íslenskunám,
eðli bess og tilgang. Ritnefndin fór þess á
leit við tvo nemendur úr íslenskudeildinni, bau
Gunnar Þorstein Halldórsson og Soffíu Auði
Birgisdóttur, að kalla saman nokkra kennara
sína til spjalls og kaffidrykkju og urðu fyrir val-
inu prófessorarnir Bjarni Guðnason og
Höskuldur Þráinsson ásamt þeim Eiríki
Rögnvaldssyni og Matthíasi Viðari Sæmunds-
syni nýskipuðum lektorum. Fræðalið vort
brást að vonum ljúfmannlega við, og hér á eftir
fer árangur umræðnanna sem haldnar voru í
turnherbergi Hótels Borgar í mars síðastliðn-
um. Fyrsta spurningin sem fulltrúar Mímis
lögðu fyrir lærifeður sína var hvert þeir teldu
vera höfuðmarkmið íslenskunámsins.
„Að öðlast pínulítinn skilning
á lífinu . . .“
Bjarni: Það liggur nú ljóst fyrir að höfuð-
markmið með íslenskunámi hefur alltaf verið
talið tvenns konar, annars vegar starfsmenntun
og hins vegar þroskamenntun, og ég held að
þetta sé ekki umdeilanlegt. Hins vegar má segja
að íslenskunámið hafi fengið aukið vægi á síð-
ustu árum sökum ásóknar erlendra áhrifa. Og
af því að ég er nokkur þjóðemissinni þá tel ég
að það komi verulega í hlut þeirra sem leggja
stund á íslensku og kynnast sögu þjóðarinnar,
tungu og bókmenntum, að standa vörð um
sjálfstæði þjóðarinnar. Á tímum fjölmiðlunar
er ábyrgð þeirra sem leggja stund á íslensku
meiri í sífelldri sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar.
Þegar þú talar um starfsmenntun, gildir það
þá jafnt fyrir fræðimennsku og kennslustörf?
Bjarni: Já, með starfsmenntun á ég auðvitað
við að nemendur útskrifist sem hæfir kennarar
og með almenna starfsmenntun, þ.e.a.s. að
hver einstaklingur þroskist persónulega við
námið. Því það er líka höfuðmarkmið að menn
öðlist nokkurn skilning á umhverfi sínu, pínu-
lítinn skilning á lífinu — og þar hef ég í huga
þroskamenntun.
Er einhver munur þarna á B.A.-stigi og
cand.mag.-stigi?
Bjarni: Já, það er stigsmunur fyrst og fremst.
Fyrra stigið á að veita almenna þekkingu í
fræðigreininni. Nemendur eiga að temja sér al-
menn fræðileg vinnubrögð og kunna að standa
á eigin fótum í fræðigreininni. Cand.mag.-
stigið er auðvitað framhald af B.A-stiginu og
þar eiga menn að öðlast meiri dýpt, enn meiri
kunnáttu í fræðilegum vinnubrögðum og vera
vísindalega sjálfstæðir. Umfram allt eiga þeir
að hafa öðlast meiri gagnrýni en áður.
Hefur þú einhveiju við þetta að bæta,
Matthías?
Matthías: Einhver sagði við mig að markmið
B.A.-námsins væri fyrst og fremst að kenna
fólki að lesa, en cand.mag.-námsins að nýta
þann lestur. En varðandi menningarlegt hlut-
verk íslenskunnar, þá held ég að það sé mjög
mikilvægt, því að í gegnum þókmenntirnar
4