Mímir - 01.07.1987, Side 6

Mímir - 01.07.1987, Side 6
hlynntur því að fyrirlestrahald sé í minna lagi, því að nemendur sitja oft aðgerðalausir og fyr- irlestrarnir skila sér ekki alltaf jafn vel. Hins vegar hygg ég að miklu meira ætti að vera af persónulegu sambandi milli kennara og nem- enda. Það er spurning hvort ekki væri æskilegt að hafa það eins og „Tutor“-fyrirkomulagið á Englandi, þ.e. að hver kennari fengi umsjón með ákveðnum fjölda nemenda sem hann síð- an fylgdist með og aðgætti hvernig þeim vegn- aði í námi. Ekki þar með sagt að hann eigi að matreiða ofan í nemendurna, heldur bara að fylgjast með þeim. Ég held að þetta sé hentug- asta fyrirkomulagið. Og mér sýnist það stefna í þá átt. Nú, í kennslugögnum — það er kannski fyrst og fremst sem snýr að tölvunni og tölvuöld- inni. Hún hlýtur að setja mark sitt á alla vinnu, a.m.k. hjá ungunr kennurum og áhugasömum, við þessir gömlu erum nú svona hæggengari. En mér er alveg ljóst að tölva og kennslugögn eru nátengd fyrirbæri. Eiríkur: Það eru tíu ár í haust síðan ég byrj- aði í íslenskunámi og vitanlega er eitt og annað sem hefur breyst síðan. Varðandi málfræðina þá er kannski meginbreytingin sú að nú er lögð meiri áhersla á nútímamál en áður var, þá var málfræðikennsla að miklu leyti söguleg og for- söguleg. Nú er miklu meira lagt upp úr verk- efnum, bæði að námsmat fari fram með verk- efnum eða ritgerðum og svo að nemendur vinni verkefni, hvort sem þau gildi til eink- unnar eða ekki. Fyrir tíu árum byggðist náms- mat nær eingöngu á skriflegum prófum. Sér- staklega hefur orðið mikil breyting á kandídatsstigi frá því sem áður var; þar eru menn alltaf að skrifa ritgerðir, fá miklu meiri þjálfun í því en áður, sem er mjög gott. Með kennslugögn og annað slíkt — það eru nú kannski ekki mjög fjölbreytt kennslugögn sem hægt er að styðjast við í íslenskunámi yfirleitt, en það má náttúrulega segja að tölvurnar auð- velda kennurum mjög að búa til kennslugögn. Matthías: Má ég aðeins bæta við varðandi fyrirlestrana sem Bjarni minntist á. Það getur vel verið að það sé íhaldssemi, en mér finnst 6

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.