Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 9
vandræði með bókakost, og sérstaklega ef mað-
ur ætlar að fara að skrifa eitthvað, kannski síð-
ur þegar maður er að kenna. Það hendir oft að
tilteknar bækur eru ekki til, eða þau tímarit
sem maður ætlar að nota, og það er eiginlega
orðið ómögulegt fyrir einstaklinga að kaupa
allar þessar þækur því þær eru orðnar svo dýr-
ar.
Hafa kennarar einhver áhrif á bókakaup
Háskólabókasafns?
Höskuldur: Já, þeir geta haft það, en ég held
reyndar að mjög margir kennarar hafi gefist
upp á því. Fyrir nokkrum árum voru menn
mjög áhugasamir um að stuðla að því að þóka-
safnið fylgdist með og keypti bækur, en það
voru engir peningar til og það var ekki til neins
að vera að koma með einhverja lista, og þá
bara hættu menn að standa nokkuð í því. En
mér skilst að það sé eitthvað að birta til í þessu.
A.m.k. fékk maður að vita af því síðastliðið
sumar að nú væri lag, nú væri hægt að kaupa
einhverjar bækur og jafnvel tímarit, sem ekki
hefur verið lengi. Nú er búið að setja af stað
nýtt happdrætti sem á að fjármagna tækja- og
bókakaup skilst mér, og það seldist víst upp á
nokkrum dögum. Svo það virðist eitthvað vera
að rofa til.
Eiríkur: Það virðist ganga mjög hægt. Mér
var líka sagt í haust að nú væru til peningar til
að kaupa bækur. Nú, ég pantaði þó nokkrar
bækur fyrir stúdenta til þess að hafa til hlið-
sjónar í kúrsum sem ég er að kenna núna. Mér
er sagt að þær hafi verið pantaðar í nóvember,
en þær hafa ekki sést ennþá.
Bjarni: Já, það er rétt að ástandið er mun
betra núna en oft áður; allt í einu hefur maður
fengið beiðni um að benda á bækur til kaupa.
Þetta var gjörsamlega óþekkt áður, þá gekk
maður bónleiður til búðar ef maður vildi
kaupa bækur, nema í undantekningartilfellum.
Svo að staða Háskólabókasafns hefur batnað í
ár. En vegna margra ára sveltis, þá eru miklar
eyður í bókaeign safnsins og einkum í miðalda-
fræðum, og sérstaklega í sambandi við heilagra
manna sögur. Við erum vel birgir í miðalda-
fræðum sem snerta beinlínis innlent efni, og
það stafar m.a. af því að bókasafn Finns Jóns-
sonar rann inn í safnið og söfn ýrnissa ágætra
manna.
„Þetta er ekki gagnrýnisvert heldur
Iofsvert.“
Hvað segið þið um þá gagnrýni sem heyrst
hefur að vaxtarbroddur íslenskra fræða sé
erlendis?
Bjarni: Nú þarf ég að vera langmáll. Fyrst er
þess að geta að spurningin er orðuð á dálítið
sérstakan hátt, því hún gerir ráð fyrir að það sé
gagnrýnisvert ef vaxtarbroddur íslenskra fræða
sé erlendis. Það þarf ekki að vera gagnrýnis-
vert. Ég vil benda ykkur á þá staðreynd að allt
frá því að farið var að leggja stund á íslensk
fræði hefur vaxtarbroddur þeirra verið að
meira eða minna leyti erlendis. Það þarf ekki
annað en nefna nöfn manna eins og Heuslers,
Knuts Liestöls, Magnúsar Olsens, Hallvards
Lies, Peters Hallbergs o.s.frv.; þetta eru bara
nokkur nöfn sem tengjast bókmenntafræðinni.
Ég er síður en svo að gera lítið úr afrekum ís-
lenskra fræðimanna genginna kynslóða. En
vaxtarbroddur hefur alltaf verið einhver
erlendis og vonandi verður það framvegis. ís-
lendingar hljóta alltaf að vera fullir þakklætis
ef ágætir vísindamenn eru að fást við rann-
sóknir á þessum fræðum. Nú, spurninguna
mætti kannski orða öðruvísi, og spyrja þá hvort
enginn vaxtarbroddur sé á íslandi. Og það er
náttúrulega umræðuefni sem nrá deila um. En
ég vil nú benda á að við höfum t.d. Árnastofn-
un sem gefur reglulega út bækur, handrit á vís-
indalegan máta. Þannig að það verður ekki sagt
annað en að það sé einhver vaxtarbroddur í út-
gáfum að minnsta kosti.
Kennararnir láta nú endrum og eins eitthvað
frá sér fara, nema Matthías, hann hrúgar þessu
frá sér núna á meðan hann er ungur. Þetta er
þáttur í vextinum. Hitt er aftur annað mál
hvort ekki mætti vera meiri dugur og þróttur í
þessari fræðimennsku. Ég get alveg verið sam-
mála því. Og þá mætti spyrja sem svo; Hvað
veldur því að við erum kannski ekki jafn miklir
þátttakendur í þessum vexti eins og við vildunr
9