Mímir - 01.07.1987, Síða 15

Mímir - 01.07.1987, Síða 15
Matthías: Þessi spurning tengist þeirri fyrstu, finnst mér — hvað er þroski? Er það ekki að virkja einhverja sköpunarmöguleika í manneskjunni? Mér finnst mörg nýbreytnin í sjálfu sér til góðs og ekki síst þessi. Það er verið að víkka út svið íslenskunámsins. Verið að kenna fólki meðferð ritaðs máls og þá jafn- framt að auka næmi þess fyrir listrænum texta. Þó ekki annað verði úr þessu námskeiði þá tel ég það mjög til framfara, mjög til góðs. Svona námskeið í „Creative Writing“ eru líka mjög öflug víða, t.d. í bandarískum háskólum. Þar hafa þau stöðu sérstakra greina innan bók- menntadeilda. Höskuldur: Ég átti reyndar ekki við að ekki væri gott að hafa svona námskeið, ég var bara að velta því fyrir mér hvort þetta væri þess eðlis að það hentaði sem einhvers konar yfir- bygging á námið. Eins og það er í vetur þá gildir náinskeiðið sem 10 einingar af t.d. 60 eininga námi. Matthías: Það voru ákveðin mistök gerð í þessu í vetur í sambandi við einingamat, og ég er ekki að mæla því bót. En mér finnst mjög eðlilegt að bókmenntadeild íslenskunnar auki sitt svið, m.a. með því að taka inn ritlist. Ef við lítum á íslenska rithöfunda þá er alveg Ijóst að meiri hluti þeirra yngri eru bókmennta- fræðingar. Styður það kannski að við ættum að auka kennslu í þessu? Matthías: Það gerir það ekki endilega en ég held að við ættum að halda þessu áfram þótt það væri ekki til annars en að skerpa skilning fólks á því hvernig listrænn texti er samsettur. Þjálfa það í að skrifa. Bjarni: Eins og Matthías benti á er hug- myndin aðallega sótt til Bandaríkjanna, þar sem eru sérstakar greinar sem heita „Creative Writing“. Þetta er dálítið merkileg og athyglis- verð tilraun, en eins og Matthías tók fram urðu fyrir misskilning gerðar 10 einingar úr þessu sem er í sjálfu sér ekki nógu gott vegna þess að þannig þrengir hún að öðrum greinum. En þetta er reynslunámskeið, og framtíð þess er alveg óráðin. Hins vegar eru ýmsar aðrar grein- ar farnar að njóta meiri vinsælda eins og stíl- fræði, sem hefur orðið útundan hjá okkur. En hér hefur miklu ráðið að kennarinn hefur haft mikinn áhuga á að kenna „creative writing“ og þess vegna óx þetta dálítið. . óverjandi að nemendur fái engin viðbrögð .. “ Við skulum að lokum snúa okkur aðeins að námsmati. Finnst ykkur eðlilegt að kennarar skili nemendum ritgerðum þeirra án athuga- semda?“ Bjarni: Sækja nemendur nokkuð til kenn- arans að fá gagnrýni? Biðja þeir nokkuð um gagnrýni? Það verður að vera einhver vilji af hálfu nemenda. Stundum kemur það fyrir að menn sækja ekki ritgerðirnar sínar og tala ekkert við kennarann og hverfa út í lífið. Auð- vitað er óverjandi að kennarinn geri ekki grein fyrir kostum og göllum ritgerðarinnar. En nemandinn verður a.m.k. að hafa samband við kennarann og fara fram á það. Eiríkur: Þetta er náttúrulega óskaplega mis- jafnt. Þegar maður er með verkefni 30—40 manna og veit að kannski 10—20 af þeim sækja ekki ritgerðirnar sínar, þá getur verið dálítið blóðugt að eyða mjög miklum tíma í að gera athugasemdir. Já, en við skulum miða við þá nemendur sem ná í ritgerðirnar. Þetta virðist vera meira áber- andi í bókmenntunum, og málfræðingarnir duglegri við að gefa athugasemdir. A.m.k. hafa nemendur oft kvartað yfir því að fá til baka bókmenntaritgerðir, með einkunn, en ekki orði til rökstuðnings þeirri einkunn. Bjarni: Það er ekki lofsvert. Mallhías: Það er alveg óverjandi að nemend- ur fái engin viðbrögð. En þeir verða að skilja af hverju kennarar sem eru kannski með stóra kúrsa skrifa ekki ítarlega gagnrýni á hverja rit- gerð. Þar komum við enn að vinnuálaginu. Þetta fer líka dálítið eftir aðstæðum. í nám- skeiðum sem krefjast stórra fræðilegra ritgerða ætti kennari skilyrðislaust að rökstyðja eink- unnargjöf sína. Það er kannski svolítið annað mál í námskeiðum þar sem nemendur ljúka með örstuttum „esseyum". 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.