Mímir - 01.07.1987, Page 29

Mímir - 01.07.1987, Page 29
Frá hendi Peirce eru varðveittar meira en 80.000 blaðsíður um vísindaleg og heimspeki- leg efni, en ennþá hefur aðeins lítið brot af þessu efni verið gefið út, og að sjálfsögðu hefur enginn einn maður komist yfir að lesa allt sem eftir hann liggur. Flugmyndir hans um táknið og táknfræðina má finna víða, en algengt er að menn vitni í grein, sem Justus Buchler gaf út, og nefnist Logic as Semioíic: The Theory of Signs. Þar skilgreinir Peirce táknið á eftirfar- andi hátt: A sign, or representamen, is something which stands to somebody for something in some respect or capacity. It adresses somebody, that is, creates in the mind of that person an equi- valent sign, or perhaps a more developed sign. That sign which is creates I call the inter- pretant of the first sign. The sign stands for something, its object. It stands for that object, not in all respect, but in reference to a sort of idea, which I have sometimes called the ground of the representamen.1 > Hlutinn (objektið) má ekki einungis skilja sem hinn efnislega hlut eða grip, því þar getur fullt eins vel verið átt við hugtak (t.d. engil, ást, einhyrning) eða jafnvel atburð og skoðanir — já í rauninni hvað eina sem hægt er að tala um. Sú mynd sem skýtur upp í kollinn á okkur fyrir milligöngu táknsins, túlkun okkar á tákn- inu (interpretant), er strax erfiðari viðfangs, og menn greinir á um, hvernig beri að skilgreina þá hlið táknsins. Það virðist vera ljóst að menn „túlka“ tákn á nokkuð svipaðan hátt (t.d. orð, bros, hnefa), og Peirce skýrir þetta út frá atferli og venju. Margir atferlissinnaðir sálfræðingar líta þess vegna á Peirce sem fyrirrennara atferl- isfræðinnar (behaviorism), en svo þarf reyndar alls ekki að vera, eins og ég mun koma að síð- ar. Ferdinand de Saussure (1857—1913) var svissneskur málvísindamaður og kenndi við háskólann í Genf. Nemendur Saussure gáfu út fyrirlestra hans um almenn málvísindi (Cours de Linguistique Générale, 1916) eftir glósum úr tímum og minnisblöðum Saussure sjálfs. Saussure minnist á „fræðigrein sem rannsakar líf táknanna í samfélaginu“: A science that studies the life of signs within society is conceivable; it would be a part of social psychology and consequently of general psychology; I shall call it semiology from Greek semeion (’sign1). Semiology would show what constitutes signs, what laws govern them. Since the science does not yet exist, no one can say what it would be; but it has a right to exis- tence, a place staked out in advance. Linguis- tics is only a part of the general science of semiology; the laws discovered by semiology will be applicable to linguistics, and the latter will circumscribe a well-defined area within the mass of anthropological facts,- Saussure hefur sennilega haft meiri áhrif á málvísindi 20. aldar en nokkur annar maður, svo og á þróun táknfræðinnar. Peirce hefuraft- ur á móti verið minna þekktur, og það er fyrst á síðasta áratugi sem menn eru farnir að sjá möguleikana og dýptina í kenningum hans, ekki síst vegna þess að eðlisfræðingar standa um þessar mundir frammi fyrir spurningum, sem Peirce glímdi við fyrir hundrað árum (t.d. hvort „reglur“ eða náttúrulögmál séu í raun og veru til í náttúrunni, eða hvort þau myndist í huga manna). Peirce og Saussure eiga það sammerkt að þeir reyndu báðir að skilja mannleg fyrirbæri og umheiminn út frá tákninu. „Eðli“ hlutanna verður aðeins skilgreint sem merking þeirra í augum einhvers („stands to somebody"), eða með öðrum orðum: Milli manna og fyrirbæra eru tákn, sem ekki verður Iitið framhjá. Hins vegar aðhylltust þeir Peirce og Saussure hvor sína kenningu um eðlisþætti táknsins. Táknhugtak Peirce er þríþætt, en Saussure hugsar sér að táknið hafi tvær hliðar: túlkun (interpretant) (sign) (object) táknmið (signifie) táknmynd (signifiant) 29

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.