Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 35

Mímir - 01.07.1987, Blaðsíða 35
Peirce, much more plainly, is a precursor of behavioristic modes of explanation in psycho- logy and semiotics alike. The increasing ,,naturalism“ of his work from the late 1870s on, shows itself in the replacement or transla- tion of mentalistic terms by references to overt modes of human behavior. Habit, in particul- ar, is given more and more explanatory work to do. Inquiry, thinking proper, takes place when the near automation of habitual respons- es is interrupted by a surprise-creating situa- tion. „The interpretant" as an abstract deter- mination produced by a sign is replaced by a variety of alternation in habitual responses, and so forth.23 Ég dreg ekki dul á vantrú mína á þessari nálgun að kenningu Peirce. I yfir 80 þúsund þlaðsíðum sem Peirce lét eftir sig má finna margar góðar tilvitnanir sem varpa ljósi á til- raunir hans til að fastþinda lokamerkinguna, það er að segja endanlega ákvörðun þeirra mynda sem við gerum okkur af merkingu tákna, í félagslegri vitund (intersúbjektívíteti), í hefðum og venjum. Callaghan hefur vissulega haft upp á þeim tilvitnunum sem liggja beinast við, en sú ályktun að Peirce hljóti að vera brautryðjandi atferlishyggjunnar útheimtir nánari rökstuðning. Hægt erað finna alvegjafn marga staði hjá Peirce sem benda til allt annars skilnings á vitundarhugtakinu en hins atferlis- lega, til dæmis skilnings sem er í ætt við sál- könnuðinn Lacan. En viðleitnin hlýtur að miðast við að gera grein fyrir sambandinu á milli táknfræði og starfshyggju hjá Peirce. Öðrum skoðunarmáta á fráleiðsluhugtakinu sem mig langar að vekja athygli á er best iýst með hinni svokölluðu stærðfræðilegu upp- lausnarkenningu (catastrophe theory).24 Hún stendur að vísu ekki í neinu beinu sambandi við Peirce né fráleiðslukenningu hans, en upp- lausnarkenningin getur fjallað um fráleiðslu sem gildan þátt innan rökfræðinnar enda sé viðfangsefni hennar einmitt það sem liggur handan aðleiðslu og afleiðslu. Þessi angi tákn- fræðinnar er að svo miklu leyti sem ég get um það dæmt ekki sérlega útbreiddur en kann að eiga ýmislegt skylt með nývísindahyggjulegri bylgju, samtengingu náttúruvísinda (einkum stærðfræði) við félagsvísindi og endurvöktum áhuga á glossematík Hjelmslevs og eðlisfræði. Það er samhljóða fráleiðslukenningu Peirce þegar Albert Einstein segir að „ímyndunarafl sé mikilvægari eiginleiki en þekking“, og hér má einnig rifja upp að Niels Bohr gaf einum af nemendum sínum þetta svar: „Nei, rökfræði hefur ekkert með hugsun að gera.“-s Hér ætla ég að Iáta staðar numið í umfjöllun um hina nývísindalegu táknfræði þar eð ég er sjálfur ekki svo handgenginn henni, en ég læt nægja að geta þess að henni hættir sífellt til að renna saman við hina atferlislegu táknfræði pósitífismans og við þriðja skoðunarháttinn í táknfræði, sem ég ætla að gera grein fyrir. Þessi þriðji og síðasti skoðunarháttur gagn- vart fráleiðsluhugtakinu er að skella sér strax út í fráleiðsluhugsunarháttinn að hætti Peirce sjálfs og segja að ef við í fráleiðslunni stígum ölduna þá megi alveg láta sér þykja gaman að svimanum. Dæmi um þetta má fá í tælingar- kenningu Jeans Baudrillard og heimspeki Michels Serres, en í Frakklandi mun vera góð- ur jarðvegur fyrir slíkan hugsunarhátt. Þessi þrjú viðhorf til fráleiðsluhugtaksins sem ég hef nú rætt má ef til vill tengja við þrenns konar táknfræðinga. Þá væri þar fyrst um að ræða þá sem ég vil kalla miðlungsfræði- menn við æðri menntastofnanir, í öðru lagi þá sem samsama sig „hinum miklu snillingum“ og loks væri þriðji hópurinn þeir sem standa í sporum Iistamanns og spæjara. Menn geta kannski séð glitta í deiluna um frummyndirnar að baki þessu öllu saman og þá með nokkrum rétti. En hver og einn verður sjálfur að taka ábyrgð á því hvemig hann flokkar táknfræðinga í þessu sambandi. Barátt- an heldur áfram og landamerki hætta aldrei að vekja undrun. Tilvitnanir 1 Justus Buchler (ed.): Philosophical Writings of Peirce, New York, bls. 99. - Ferdinand de Saussure: The Linguistic Sign, í Robert E. Innis: Semiotics. An Introductory Anthology, Indiana University Press Bloomington 1985, bls. 34—35. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.