Mímir - 01.07.1987, Page 41
takið „leikur" í öllum þeim merkingum sem
það getur haft: textinn sjálfur „leikur“ (eins og
hurð sem „leikur“ fram og aftiy á hjörunum);
og lesandinn leikur tvisvar: hann er að leik í
Textanum („leikkennd“ merking), hann leitar
eftir athöfn sem endurskapar Textann; en á
þann hátt að athöfnin er ekki dregin saman í
óvirka innri eftirlíkingu (því Textinn ereinmitt
það sem veitir slíkum niðurskurði viðnám),
hann leikur Textann; og þá má ekki gleyma að
leikur er einnig það að leika á hljóðfæri. Saga
tónlistarinnar (sem starfsemi, ekki „listar") er
meira að segja mjög samsíða sögu Textans; sú
var tíðin að virkir leikmenn sem voru margir
(að minnsta kosti í vissri stétt) litu á „leik“ og
„hlustun" sem nánast óaðskilda starfsemi; síð-
an komu tvö hlutverk fram á sjónarsviðið,
hvert á fætur öðru; fyrst og fremst hlutverk
túlkandans, en í hendur honum fól borgara-
stéttin flutninginn (þó hún gæti enn spilað
dálítið sjálf: þetta er öll saga píanósins); síðan
hlutverk hins (óvirka) leikmanns sem hlustar á
tónlist án þess að geta leikið (hljómplatan hef-
ur á árangursríkan hátt leyst píanóið af hólmi);
við vitum að núna hefur frainúrstefnutónlistin
eytt hlutverki „túlkandans“ með því að gera
hann á vissan hátt að meðhöfundi verksins sem
hann fullkomnar frekar en „tjáir“. Textinn er
áþekkur nótnahandriti af þessari nýju gerð:
hann mælist til raunhæfs samstarfs frá lesand-
anum. Stórkostleg nýjung þetta, því hver flytur
verkið? (Mallarmé bar einmitt fram þessa
spurningu: hann vildi að hlustendurnir fram-
leiddu bókina). I dag er það aðeins gagnrýn-
andinn sem miðlar og eyðir verkinu. Það að
lestri hefur verið breytt í óvirka neyslu á auð-
sæilega sök á „leiðanum“ sem margir finna
fyrir í návist („ólæsilegra") nútímatexta, fram-
úrstefnukvikmyndar eða málverks: að leiðast
merkir að maður geti framleitt textann, leikið
hann, leyst hann úr læðingi, komið honum í
gang.
7. Þetta bendir til einnar lokaleiðar til að
nálgast Textann: leið ánægju. Ekki veit ég
hvort lífsnautnafagurfræði hefur nokkru sinni
verið til. En það er vissulega til ánægja af verk-
um (af vissum verkum); ég get notið þess að
lesa og endurlesa Proust, Flaubert, Balzac og
jafnvel, því ekki það? Alexandre Dumas; en sú
ánægja hversu áköf sem hún er, og jafnvel for-
dómalaus, heldur að hluta til áfram að vera
(nema um sé að ræða einstaklega gagnrýnið
átak) neysluánægja: því þó að ég geti lesið
þessa höfunda þá veit ég Iíka að ég get ekki
enclurskrifað þá (að maður getur ekki skrifað
„svona“ núna); og þessi mjög svo niðurdrep-
andi vissa nægir til að aðskilja mig frá fram-
leiðslu þessara verka, á þeirri stundu sem fjar-
lægð þeirra grundvallar nútímaleik minn (að
vera nútímalegur — er það ekki að vita að
maður getur ekki byrjað aftur?). Textinn er
tengdur gleði, þ.e.a.s. ánægju án aðskilnaðar.
Skipan táknmyndarinnar, Textinn, tekur á
sinn hátt þátt í þjóðfélagslegri útópíu; undan
Sögunni (ef gert er ráð fyrir að Sagan velji ekki
villimennsku), uppfyllir Textinn, ef ekki gagn-
sæi tengsla í þjóðfélaginu þá að minnsta kosti
gagnsæi tengsla í tungumálinu: hann er rýmið
þar sem ekkert tungumál hefur yfirhöndina yfir
öðrum, þar sem tungumálin hringsnúast (varð-
veita hringmerkingu orðsins).
Þessar fáu hugmyndir mynda ekki endilega
skýrt mótaða kenningu um Texta. Það stafar
ekki aðeins af ófullkomleika framsetjandans
(það sem meira er þá hefur hann í mörgu
aðeins endursagt í höfuðatriðum það sem hefur
verið rannsakað og þróað í kringum hann).
Þetta er afleiðing af þeirri staðreynd að kenn-
ingu um Texta er ekki hægt að gera skil með
framsetningu hjálparmáls: að eyða hjálparmál-
inu, eða í það minnsta (því það getur verið
nauðsynlegt að grípa til þess til bráðabirgða) að
draga það í efa, er hiuti af sjálfri kenningunni.
Orðræða um Textann ætti sjálf að vera aðeins
texti, rannsókn, textastarfsemi, þar sem Text-
inn er það félagslega rými þar sem ekkert
tungumál hvílir í öryggi fyrir utan, og ekkert
frumlag orðræðunnar situr í sæti dómara,
kennara, sálgreinanda, skriftaföður né dulmáls-
lesara: kenningin um Texta getur aðeins fallið
saman við ritstarf.
Guðlaug Richter þýddi.
41