Mímir - 01.07.1987, Side 47

Mímir - 01.07.1987, Side 47
Hér höfum við greinilega þegar fyrir okkur frumstæðan vísi að myndhvörfum sem byggir á því að mögulegt erað draga víðtækari ályktanir af metonymísku keðjunum í dæmi (3) og þetta sýnir hugvitsamlega notkun tungumálsins á fósturstigi. Hugvitsemin sem birtist í þessari aðgerð er enn ósköp smá, því allar keðjurnar hafa þekkt frumhljóð sem hafa verið könnuð til hlítar þar eð þessi semíótíski heimur er svo agnarsmár bæði í formi inntaks síns og að tján- ingarmöguleikum. Sérhver dómur sem Adam og Eva Ieggja á heiminn hlýtur sjálfkrafa að verða semíótískur dómur sem jafngildir því að kalla hann dóm innan þess hrings sem táknvirknin hefur dregið upp. Vissulega kveða þau líka upp staðreynda- dóm af gerðinni / . . .rautt/ þegar þau standa til dæmis andspænis kirsuberi. En þvílíkur fróð- leikur um staðreyndir er fyrr en varir þrotinn því það er enginn mállegur búnaður fyrir hendi til að segja /.. ./ og af þeim sökum er þessi kennd ekki nægilega næm til að henni verði formlega komið fyrir í tilvísanakerfi þeirra. Dómar af þessu tagi leiða að endingu aðeins út í stagl vegna þess að þegar búið er að upplifa og merkja kirsuberið sem /rautt/ er jarðvegurinn plægður fyrir gildishlaðnar yfirlýsingar eins og /rautt er rautt/ eða kannski /rautt er gott/, en eins og við sáum í dæmi (3) hafði kerfið þegar ákveðið að þessar fullyrðingar væru af sama meiði. Okkur leyfist að gera ráð fyrir að þau geti bent á hluti með puttanum, það er að segja notað líkamlegt látbragð til að draga athygli hinnar persónunnar að tilteknum hlut, og að sú hreyfing jafngildi /þetta/. Á sama hátt er breytingum /Ég / eða / Þú/eöa /Hann/bætt við hverja fullyrðingu með vísandi fingrum sem taka þannig að sér hlutverk fornafna. Þannig þýðir yfirlýsingin /ABBBBBA ABA/, ef henni fylgja tvær fingurstungur, „ég éta þetta rauttA En Adam og Eva skynja þessi vísunartæki vafa- laust ekki sem málleg: þau líta á þau sem til- vistarleg ákvœðistceki eða aðstœðubundnar örvar, sem nota beri til að láta boð (sem sjálf hafa merkingu) vísa til raunverulegs hlutar eða aðstæðna. Tilurð fyrsta staðreyndadómsins og semíótískar afleiðingar Adam og Eva hafa nú rétt hreiðrað um sig í aldingarðinum Eden. Þau hafa Iært að bjarga sér með aðstoð tungumáls — en þá kemur Guð og mælir fram fyrsta staðreyndadóminn. Al- mennt talað þýðir það sem Guð er að reyna að segja þeim þetta: „Þið þarna tvö haldið kannski að eplið eigi heima með góðu ætu hlutunum bara af því að svo vill til að það er rautt á litinn. En ég skal nú bara segja ykkur dálítið. Það er ekki æskilegt að þið Iítið á eplið sem rautt, það er nefnilega vont.“ Guð er auð- vitað yfir það hafinn að útskýra eitthvað nánar hvers vegna eplið sé illt; sjálfur er hann mæli- stika allra gilda, og hann veit það. Málið verð- ur hins vegar allt heldur snúnara fyrir Adam og Evu: þau hafa vanist því að tengja það Góða við það Æta og það Rauða. Og ekki geta þau með nokkru móti hunsað skipun sem kemur frá Guði. í þeirra augum jafngildir staða hans AA: hann stendur fyrir „já“, er holdtekning þess Jákvæða. Runan AA er yfirleitt notuð til að mynda raðtengsl ólíkra runa en þegar kem- ur að Guði („Ég er það sem Ég er“) þá er AA meira en einskær formúla fyrir yrðingu: hann heitir þetta. Ef þau væru ögn sjóaðri í guðfræði kæmust Adam og Eva að raun um að snákur- inn gegnir nafninu BB en þau eru hamingju- samlega fávís um svoleiðis háspeki. En sem sagt „snákurinn er blár og óætur og það er fyrst eftir boðorð Guðs að hann fær sinn sérstaka sess meðal hlutanna í gósenlandinu Eden. Guð talaði og orð hans voru /BAAAB.BAB — BAAAB.BAAB/ (epli óætt, epli vont). Hér er stofnað til staðreyndadóms því setn- ingin skapar kennd sem enn er framandi þeim sem Guð talaði til; því Guð er í senn merking- armið og uppspretta merkingarmiðs — úr- skurðir hans eru hæstiréttur um allar tilvísanir. Þó er dómur Guðs semíótískur að hluta því hann setur fram nýja tegund af merkingar- tengdum pörunum milli merkingareininga sem áður hafði verið raðað saman á annan hátt. Hvað sem því líður þá fáum við bráðlega að sjá að Guð gerði sig sekan um alvarleg mistök 47

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.