Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 50

Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 50
rautt, það rauða í berjasafa, og verður sjálft að táknbera sem hefur eina af merkingum sínum einmitt sama orðið, ABBBBBA, og stóð áður fyrir það. Þeir óþrjótandi möguleikar sem táknvirknin býður upp á gera nú í rauninni einni merkingu kleift að gerast táknberi annarrar, jafnvel þótt sú hafi áður verið tákn- beri þeirrar fyrrgreindu. Það geta meira að segja komið upp þær aðstæður að hlutur (það er að segja merkingarmið) verður sjálfur að tákni. Hvað um það, þessi rauðka þýðir ekki einasta « rautt », ekki einu sinni bara « ABBBBBA » heldur líka « ætt » og « fallegt » og svo framvegis. Og samtímis jafn- gildir það sem klórað var í steininn beinlínis « blátt » og þar af leiðandi « vont », « óætt ». Þetta er blátt áfram stórkostleg uppgötvun! Hún sýnir svo ekki verður um villst þá kynngi margræðninnar sem býr í hugtakinu epli. Adam og Eva sitja tímunum saman og íhuga þessi tákn sem skrifuð eru á bergið; þau fyllast guðmóði. „Ákaflega er þetta barokkst“ langar Evu að segja, en hún getur það ekki. Hún hefur ekki yfir að ráða neinu meta-tungumáli. En Adam iðar í skinninu að reyna aftur eitthvað nýtt. Hann skrifar (11) ABBBBBfíA Hér eru sex B. Þessi runa er ekki til í orða- forða hans, en hins vegar liggur hún næst run- unni ABBBBBA (rautt). Adam hefur skrifað orðið /rautt/, en með aukinni grafískri áherslu. Á þessi áhersla sér kannski hliðstæðu á plani inntaksformsins? Yrði það þá ekki áreiðanlega eitthvað rautt með rækilegri áherslu? Rautt sem væri rauðara en allt sem rautt er? Blóð til dæmis? Það er einkennilegt að einmitt á þessari stundu þegar Adam fálmar eftir hlutverki handa nýja orðinu sínu, þá er það í fyrsta sinn sem hann hefur nokkurn tímann þurft að gefa gaum að öllum þeim margvíslegu tónum af rauðu sem umlykja hann allt í kring. Sú nýjung sem hann hefur sett inn á plan tjáningarforms- ins hlýtur að hvetja hann til að einangra ákveð- in blæbrigði í inntaksforminu. Úr því að hann er kominn þetta áleiðis þá er okkur óhætt að segja að auka B-ið sé ekki afbrigði í formi tján- ingarinnar heldur fyrst og fremst nýr þáttur sem bætist við það. Adam leggur vandamálið til hliðar um stundarsakir. Þessa stundina bein- ist áhugi hans að því að halda áfram þeim tungumálarannsóknum sínum sem hnitast um eplið og þessi síðasta uppgötvun hans hefur afvegaleitt hann í þeirri viðleitni. Núna langar hann að reyna að skrifa (eða segja) dálítið sem er öllu margbrotnara. Hann langar að segja « óætt er vont sem er epli ljótt og blátt » og hérna má sjá hvernig hann ber sig til við að skrifa það: (12) BAB BAAB BAAAB BAAAAB BAAAAAB Textinn er nú kominn í lóðréttan dálk. Og Adam kemst ekki hjá því að veita athygli tveimur forvitnilegum formeinkennum á boð- inu: orðin lengjast stig af stigi (þetta er hrynj- andin að verða til), og í annan stað þá enda all- ar runurnar á sama stafnum (sem sýnir frum- stætt rím). Adam verður nú fyrirvaralaust al- tekinn af seiðmagni (eða epóðu) tungumálsins. Boðorð Guðs var þá réttlætanlegt, hugsar hann með sjálfum sér: syndugt eðli eplisins er undir- strikað með nokkurs konar formrænni nauðsyn sem krefst þess að eplið sé ljótt og blátt. Ekki er annað að sjá en að ómögulegt sé að skilja sund- ur form og inntak og þetta sannfærir hann svo fuilkomlega að hann ferað trúa því að nomina sint numina. Hann ákveður að ganga enn lengra: hann ákveður að blása lífi í bæði hrynj- andi og rím með því að bæta á markvissan hátt óþörfum efnisatriðum inn í það sem nú má óvéfengjanlega kalla skáldskaparlega yfirlýs- ingu hans: (13) BAB BAAAB BAAB BAB BAB BAB BAB BAAAAAB 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.