Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 52

Mímir - 01.07.1987, Qupperneq 52
Eva skapar sitt eigið recitar cantando, edensk- an Sprachgesang: ineð öðrum orðum hálfgert leikhús með tónlistarívafi: (16) ABBfiA Hér hækkar sönglandi röddin þegar kemur að síðasta B-inu og hringsólar þar um stund með þeim afleiðingum að ógerlegt er að segja til um hvort hún hafi sungið ABBBA (Snákur) eða einfaldlega tvöfaldað síðasta B-ið í «falleg- ur». Adam kemst í mikið uppnám út af þessu því þarna er tæpt á þeim möguleika að tungu- málið geti reynst svikult og nrargrætt. Hann þeinir nú örvæntingu sinni frá fallgryfjunr tungumálsins til þeirrar merkingar sem þoðorð Guðs skapaði: „að vera eða ekki vera“ hlýtur í tilfelli Adams að snúast aðeins um „ætt/óætt“ en þegar hugarstríð hans leitar útrásar í söng lætur hann heillast af hrynjandinni því tungu- málið er að bráðna upp í honum; hann hefur fundið leiðina til frelsisins algera: (17) ABA BAB ABA BAB ABA BAB BAB BB B A BBBBBBAAAAAABBBBBB BAAAA AA Ljóðið leysir úr læðingi sprengingu orða, parole in libertá fútúristans. En í sama mund rennur það upp fyrir hon- um að hann hefur búið til röng orð. Adam fer nú að skilja betur af hverju hin voru rétt. Loks- ins getur hann greint myndunarregluna sem var kjarninn í málkerfinu hans (X,nY,X). Það er fyrst þegar hann þjösnast á kerfinu að Adam fer að skilja formgerð þess. Og einmitt á því augnabliki þegar hann hefur uppi vangaveltur um hvort síðasta línan muni ekki vera há- punktur hins málfræðilega glundroða, hlýtur hann að átta sig á því að runan AA er í raun- inni til, og hann kemst ekki hjá því að spyrja sjálfan sig þeirrar spurningar hvernig og hvers vegna nrálkerfið geti leyft hana. Hann rifjar því upp (15) og þann vanda sem sótti á hann þá og snerist um auða bilið. Hann áttar sig á því að jafnvel eyða getur haft sinn sess í kerfinu, og runurnar AA og BB sem honum virtust á sín- um tíma báðar afbrigðilegar eru þvert á móti réttar því reglan (X,«Y,X) hindrar alls ekki að «-gildið geti verið Núll. Adam hefur borið að skilningi á kerfinu á sama augnabliki og hann er farinn að draga kerfið í efa og þar með leggja það í rúst. Um leið og hann fer að skilja það ósveigjanlega myndunarlögmál lykilsins sem hefur stjórnað honum þá gerir hann sér grein fyrir því að tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að hann setji fram nýjan lykil (til dæmis nX,nY,nX): slíkur lykill myndi lögleiða runur af gerðinni BBBBBBAAAAAABBBBBB eins og í fjórðu línunni í (17). Hann er nú staðráðinn í að rústa kerfið og samtímis öðlast hann skilning á þan- þoli þess og möguleikum og uppgötvar meist- aratök sín á því. Fyrir skemmstu hélt hann í þýlyndi sínu að skáldskapurinn væri miðill sem Guð talaði í gegnum. Nú hefur honum skilist að tákn eru háð tilviljunum. í fyrstu fyllist hann ofsakæti og nrissir alla stjórn á sér. Hann heldur endalaust áfram að tæta í sundur og setja aftur saman þennan brjálæðislega búnað sem hann finnur nú að hann hefur á valdi sínu: hann klambrar saman ótrúlegu bulli og raular þetta síðan hugfanginn tímunum saman; hann uppgötvar blæbrigði sérhljóðanna, stærir sig af því að hafa skapað skáldamál sem einhvern daginn yrði tiltækt öllurn skynfærunum; hann fjallar um þagnir og um nætur; hann skilgreinir svimann. Hann segir Epli! og út úr gleymskunni þar sem rödd hans máir út öll endimörk því þau eru ekki þekktir blómbikarar heldur eitthvað annað, þaðan rís hugmyndin sjálf og hún ómar og ilm- ar og hún er víðsfjarri hverri körfu. Le suggérer, volá le reve! Hann ætlar sér sjálfur að verða sjáandi með langvinnri, stórbrotinni og meðvitaðri brenglun allra skilningarvita. Og síðan fjarlægist hann þrep af þrepi tilfinning- una, tjáir hana með hlutlægri samsvörun, og 52
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.